Verðum við menntaðri eftir kreppuna? 20. nóvember 2009 06:00 Ánægjulegt var að fá að taka þátt í upphafi þjóðfundarins í Laugardalshöll og enn ánægjulegra var að sjá þá miklu áherslu sem fundurinn lagði á menntun sem eina af mikilvægustu leiðunum út úr þeim þrengingum sem við erum nú í. Menntun er grundvallaratriði í uppbyggingu þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við. Samspil menntakerfis og félagslegs kerfisÁ síðustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á að efla háskólakerfið. Fleiri Íslendingar ljúka nú háskólanámi en áður og allt háskólastigið hefur stækkað mjög að umfangi, jafnvel svo að sumum þykir nóg um. Á sama tíma hefur framhaldsskólastigið fallið í skuggann, bæði hvað varðar inntak menntunar og fjármögnun. Meðal annars þess vegna var farið fram á minni hagræðingu hjá framhaldsskólum en í háskólum. Á tímum mikils atvinnuleysis er mikilvægt að huga að samspili menntakerfisins og hins félagslega kerfis. Í góðu samstarfi við félagsmálaráðherra var í haust stigið mikilvægt skref til að hvetja fólk til að sækja sér menntun. Þegar ný ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs og Samfylkingar tók við í byrjun febrúar var eitt af viðfangsefnum hennar sá mikli munur sem var á grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna og atvinnuleysisbótum en þá var grunnframfærslan 100 þúsund krónur en atvinnuleysisbætur eftir skatta um 135-140 þúsund. Mikilvægt skrefEftir fyrstu yfirferð mennta- og félagsmálaráðuneytis var niðurstaðan að torvelt væri að færa fjármuni á milli þessara kerfa, menntakerfisins og hins félagslega, en eftir kosningar í vor óskaði ég eftir því við félagsmálaráðherra að setja þessa vinnu af stað að nýju. Í sumar sátu fulltrúar okkar með fulltrúum LÍN og Vinnumálastofnunar og fundu leiðir til að hækka grunnframfærslu námslána um 20% og greiða það með sparnaði annars staðar í kerfinu. Tel ég það skref gríðarlega mikilvægt til að stuðla að auknu jafnrétti til náms og einnig til að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Í haust settum við félagsmálaráðherra síðan af stað vinnu til að kanna frekara samspil atvinnuleysistryggingakerfisins og menntakerfisins. Hefur sú vinna gengið vel og er von á skýrslu innan tíðar. Eitt af því sem vakið hefur áhyggjur mínar er hið mikla brottfall sem er í framhaldsskólum. Um það bil 95% þeirra sem sem útskrifast úr grunnskóla halda áfram í framhaldsskóla. Fyrir 25 ára aldur brautskrást hins vegar aðeins 60% af þeim sem hefja nám í framhaldsskóla. Brottfallið á þessum aldri er því 40%. Þetta eru háar tölur og alvarlegar og brýnt að leita leiða til að koma í veg fyrir svo mikið brottfall. MenntunargjáStór hluti þeirra sem útskrifast úr framhaldsskóla hefur nám í háskóla. Vegna þessa mikla brottfalls hefur á síðustu árum myndast menntunargjá hjá þjóðinni: þeim fjölgar sem eru með háskólapróf en um þriðjungur fólks á vinnumarkaði er einungis með próf úr grunnskóla. Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu vinnum við nú að því að leita leiða til að minnka brottfall og vinnum að nýjum námskrám sem auka fjölbreytni framhaldsskólans. Sú vinna og það starf sem unnið er í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið mun vonandi stuðla að því að við komum út úr kreppunni menntaðri þjóð en sú sem fór inn í kreppuna. Höfundur er menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt var að fá að taka þátt í upphafi þjóðfundarins í Laugardalshöll og enn ánægjulegra var að sjá þá miklu áherslu sem fundurinn lagði á menntun sem eina af mikilvægustu leiðunum út úr þeim þrengingum sem við erum nú í. Menntun er grundvallaratriði í uppbyggingu þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við. Samspil menntakerfis og félagslegs kerfisÁ síðustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á að efla háskólakerfið. Fleiri Íslendingar ljúka nú háskólanámi en áður og allt háskólastigið hefur stækkað mjög að umfangi, jafnvel svo að sumum þykir nóg um. Á sama tíma hefur framhaldsskólastigið fallið í skuggann, bæði hvað varðar inntak menntunar og fjármögnun. Meðal annars þess vegna var farið fram á minni hagræðingu hjá framhaldsskólum en í háskólum. Á tímum mikils atvinnuleysis er mikilvægt að huga að samspili menntakerfisins og hins félagslega kerfis. Í góðu samstarfi við félagsmálaráðherra var í haust stigið mikilvægt skref til að hvetja fólk til að sækja sér menntun. Þegar ný ríkisstjórn Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs og Samfylkingar tók við í byrjun febrúar var eitt af viðfangsefnum hennar sá mikli munur sem var á grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna og atvinnuleysisbótum en þá var grunnframfærslan 100 þúsund krónur en atvinnuleysisbætur eftir skatta um 135-140 þúsund. Mikilvægt skrefEftir fyrstu yfirferð mennta- og félagsmálaráðuneytis var niðurstaðan að torvelt væri að færa fjármuni á milli þessara kerfa, menntakerfisins og hins félagslega, en eftir kosningar í vor óskaði ég eftir því við félagsmálaráðherra að setja þessa vinnu af stað að nýju. Í sumar sátu fulltrúar okkar með fulltrúum LÍN og Vinnumálastofnunar og fundu leiðir til að hækka grunnframfærslu námslána um 20% og greiða það með sparnaði annars staðar í kerfinu. Tel ég það skref gríðarlega mikilvægt til að stuðla að auknu jafnrétti til náms og einnig til að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Í haust settum við félagsmálaráðherra síðan af stað vinnu til að kanna frekara samspil atvinnuleysistryggingakerfisins og menntakerfisins. Hefur sú vinna gengið vel og er von á skýrslu innan tíðar. Eitt af því sem vakið hefur áhyggjur mínar er hið mikla brottfall sem er í framhaldsskólum. Um það bil 95% þeirra sem sem útskrifast úr grunnskóla halda áfram í framhaldsskóla. Fyrir 25 ára aldur brautskrást hins vegar aðeins 60% af þeim sem hefja nám í framhaldsskóla. Brottfallið á þessum aldri er því 40%. Þetta eru háar tölur og alvarlegar og brýnt að leita leiða til að koma í veg fyrir svo mikið brottfall. MenntunargjáStór hluti þeirra sem útskrifast úr framhaldsskóla hefur nám í háskóla. Vegna þessa mikla brottfalls hefur á síðustu árum myndast menntunargjá hjá þjóðinni: þeim fjölgar sem eru með háskólapróf en um þriðjungur fólks á vinnumarkaði er einungis með próf úr grunnskóla. Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu vinnum við nú að því að leita leiða til að minnka brottfall og vinnum að nýjum námskrám sem auka fjölbreytni framhaldsskólans. Sú vinna og það starf sem unnið er í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið mun vonandi stuðla að því að við komum út úr kreppunni menntaðri þjóð en sú sem fór inn í kreppuna. Höfundur er menntamálaráðherra.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun