Viðskipti erlent

Moody´s dregur úr lánstraustinu hjá Buffet

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunina hjá Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélagi auðjöfursins Warren Buffet, úr AAA og niður í AA2 eða um tvö þrep.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þetta setji þrýsting á trúverðugleika Buffet og þýðir að hann mun þurfa að borga nokkuð meir fyrir lán sín en áður.

Í umsögn Moody´s með þessari lækkun segir að hún sé m.a. tilkomin vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem fjármálakreppan hefur haft á nokkrar lykilfjárfestingar hjá Berkshire Hathaway ásamt því að allt útlit er fyrir að kreppan verði langvarandi.

Sjálfur hefur Buffet sent bréf til meðhluthafa sinna í Berkshire Hathaway. Í bréfinu biður Buffet þá afsökunar og segir að hann hafi sofið á verðinum meðan á nýjar upplýsingar komu fram. Upplýsingar sem hefðu átt að leiða til þess að hann endurskoðaði ákvarðanir sínar og bregðast strax við í stöðunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×