Viðskipti erlent

Stjórnvöld á Mön greiða innistæðurnar hjá Kaupþingi

Stjórnvöld á eyjunni Mön hafa ákveðið að verja 180 milljónum punda eða um 35 milljörðum kr. til að greiða innistæður sem eyjabúar áttu inni í Singer & Friedlander (SF),banka Kaupþings á eyjunni. Alls er um 10.000 manns að ræða.

Dómstóll á Mön úrskurðaði nýlega að SF fengi sérstakan samning til að greiða innistæðurnar út og kom þannig í veg fyrir að bankinn yrði tekinn strax til gjaldþrotaskipta.

Ekki er búið að ganga endanlega frá samningnum að sögn blaðsins Daily Mail og síðan á eftir að bera hann undir innistæðueigendur og kröfuhafa.

Gert er ráð fyrir að þeir sem áttu 50.000 pund eða minna inni hjá SF fái upphæðir sínar greiddar að fullu innan tveggja ára. Þeir sem áttu meira en 50.000 pund verða að bíða og sjá hve mikið endurheimtist af eignum SF.

Íbúar á Guernsey eru ekki jafnvel staddir á Manarbúar. Rúmlega 2.000 þeirra áttu innistæður í Landsbankanum á eyjunni og hingað til hefur þeim aðeins tekist að fá 30% af innistæðum sínum endurgreiddar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×