Skuldir og framtíðin 24. ágúst 2009 06:00 Matarverð hefur hækkað um tugi prósenta. Bensínverð hefur aldrei verið hærra. Skattar hækka á almenning. Tekjur lækka. Og síðast en ekki síst: Lán hafa hækkað upp úr öllu valdi. Lykilspurningarnar í þessu ömurlega árferði - í framhaldi af svargrein Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur við grein minni hér í blaðinu fyrir helgi - eru augljósar: Hvernig er hægt að losa byrðar af herðum almennings? Hvernig eigum við að koma hagkerfinu af stað? Hvernig eigum við að skapa íslenskum heimilum meira svigrúm til þess að lifa, neyta, fjárfesta og framkvæma? Ef okkur hugkvæmist ekki leiðir til þess að örva hagkerfið mun kreppan dýpka, með tilheyrandi afleiðingum. Fólksflótti hefur verið nefndur. Ein fárra leiða sem við höfum til þess að koma til móts við almenning í þessari stöðu og skapa von um bjartari framtíð er að ráðast í almennar aðgerðir á lánamarkaði sem miða að því að lækka höfuðstól og dreifa byrðum réttlátar milli skuldara og lánveitenda. Framsóknarflokkurinn hefur varið talsverðum tíma í tillöguflutning í þessum efnum og hafa fulltrúar hans lagt sig fram um að útskýra hvernig þetta er mögulegt, t.d. með almennri ráðstöfun afskrifta. Þannig aðgerð gæti örvað hagkerfið og þar með komið í veg fyrir víðtæka stöðnun og greiðsluvanda. Einnig má hugsa sér að almenningi verði boðið að lækka höfuðstól gegn því að breyta láni sínu á einhvern þann hátt sem kemur til móts við fjárþörf lánveitandans. Margar leiðir eru til þess að takast á við bága stöðu skuldara. Mér er algerlega óskiljanlegt hvers vegna Sigríður Ingibjörg kýs í grein sinni að tala um málflutning minn í þessum efnum sem mælskubrögð og gaspur í stað þess að leggja til að við tökum höndum saman og reynum með öllum tiltækum aðferðum að létta byrðunum af almenningi. Ég sting upp á því hér með. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Matarverð hefur hækkað um tugi prósenta. Bensínverð hefur aldrei verið hærra. Skattar hækka á almenning. Tekjur lækka. Og síðast en ekki síst: Lán hafa hækkað upp úr öllu valdi. Lykilspurningarnar í þessu ömurlega árferði - í framhaldi af svargrein Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur við grein minni hér í blaðinu fyrir helgi - eru augljósar: Hvernig er hægt að losa byrðar af herðum almennings? Hvernig eigum við að koma hagkerfinu af stað? Hvernig eigum við að skapa íslenskum heimilum meira svigrúm til þess að lifa, neyta, fjárfesta og framkvæma? Ef okkur hugkvæmist ekki leiðir til þess að örva hagkerfið mun kreppan dýpka, með tilheyrandi afleiðingum. Fólksflótti hefur verið nefndur. Ein fárra leiða sem við höfum til þess að koma til móts við almenning í þessari stöðu og skapa von um bjartari framtíð er að ráðast í almennar aðgerðir á lánamarkaði sem miða að því að lækka höfuðstól og dreifa byrðum réttlátar milli skuldara og lánveitenda. Framsóknarflokkurinn hefur varið talsverðum tíma í tillöguflutning í þessum efnum og hafa fulltrúar hans lagt sig fram um að útskýra hvernig þetta er mögulegt, t.d. með almennri ráðstöfun afskrifta. Þannig aðgerð gæti örvað hagkerfið og þar með komið í veg fyrir víðtæka stöðnun og greiðsluvanda. Einnig má hugsa sér að almenningi verði boðið að lækka höfuðstól gegn því að breyta láni sínu á einhvern þann hátt sem kemur til móts við fjárþörf lánveitandans. Margar leiðir eru til þess að takast á við bága stöðu skuldara. Mér er algerlega óskiljanlegt hvers vegna Sigríður Ingibjörg kýs í grein sinni að tala um málflutning minn í þessum efnum sem mælskubrögð og gaspur í stað þess að leggja til að við tökum höndum saman og reynum með öllum tiltækum aðferðum að létta byrðunum af almenningi. Ég sting upp á því hér með. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar