Viðskipti erlent

Allir geta nú sótt Windows 7

Allir sem áhuga hafa geta nú sótt sér Windows 7 stýrikerfið á heimasíðu Microsoft sér að kostnaðarlausu. Kerfið er til staðar í „Release Candidate" (RC) það er að um prufuútgáfu er að ræða.

Samkvæmt frétt um málið í Jyllands Posten er tilgangurinn með RC útgáfunni sé að prufukeyra kerfið sem víðast og sníða þannig vankantana af því áður en það er sett til sölu á markaðinn.

Hin formlega dagsetning fyrir útgáfu á Windows 7 er 1. júní á næsta ári.

Í tilkynningu um málið frá Microsoft segir að Windows 7 RC útgáfan sé merki þess að þróun kerfisins sé nú á lokastigum. Því geti samstarfsaðilar Microsoft og aðrir nú farið að aðlaga kerfið að sínum forritum og annarri þjónustu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×