Óttinn við svínaflensuna veldur niðursveiflu á mörkuðum 27. apríl 2009 08:51 Flugfélög og félög í ferðamannaiðnaðinum víða um heim verða fyrir barðinu á óttanum við svínaflensuna. Hlutir í þessum félögum hrapa í verði á mörkuðum í dag. Á sama tíma hafa hlutir hjá lyfjaframleiðendum og félögum sem framleiða lækningatól eins og andlitsgrímur og gúmmíhanska hækkað verulega. Þá hefur dollarinn veikst verulega gagnvart jeninu og gengi mexískanska pesósins hefur fallið um 3% í fyrstu viðskiptum dagsins á gjaldeyrismörkuðum. Sem dæmi um verðfallið má nefna að hlutir í British Airways hafa fallið um 17% í morgun og hjá SAS er fallið um 7%. Hinsvegar hafa hlutir í Top Glove, stærsta framleiðenda heims á gúmmíhönskum, hækkað um 8% svo dæmi sé tekið. Í frétt um málið í The Guardian segir að fjárfestar í Asíu séu sérstaklega taugaveiklaðir vegna málsins enda minnugir þess sem gerðist þegar fuglaflensan geysaði árin 2005 og 2006 þar í álfu. Sem stendur eru yfir 100 manns látnir úr flensunni í Mexíkó og yfir 400 eru sýktir. Flensan hefur breiðst út til suðurhluta Bandaríkjanna þar sem 20 tilfelli af flensunni hafa verið staðfest. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flugfélög og félög í ferðamannaiðnaðinum víða um heim verða fyrir barðinu á óttanum við svínaflensuna. Hlutir í þessum félögum hrapa í verði á mörkuðum í dag. Á sama tíma hafa hlutir hjá lyfjaframleiðendum og félögum sem framleiða lækningatól eins og andlitsgrímur og gúmmíhanska hækkað verulega. Þá hefur dollarinn veikst verulega gagnvart jeninu og gengi mexískanska pesósins hefur fallið um 3% í fyrstu viðskiptum dagsins á gjaldeyrismörkuðum. Sem dæmi um verðfallið má nefna að hlutir í British Airways hafa fallið um 17% í morgun og hjá SAS er fallið um 7%. Hinsvegar hafa hlutir í Top Glove, stærsta framleiðenda heims á gúmmíhönskum, hækkað um 8% svo dæmi sé tekið. Í frétt um málið í The Guardian segir að fjárfestar í Asíu séu sérstaklega taugaveiklaðir vegna málsins enda minnugir þess sem gerðist þegar fuglaflensan geysaði árin 2005 og 2006 þar í álfu. Sem stendur eru yfir 100 manns látnir úr flensunni í Mexíkó og yfir 400 eru sýktir. Flensan hefur breiðst út til suðurhluta Bandaríkjanna þar sem 20 tilfelli af flensunni hafa verið staðfest.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira