Yfirvofandi verkfall 12.000 flugliða hjá British Airways gæti sett strik í reikninginn hjá þeim sem þurfa að nýta sér flugsamgöngur í Bretlandi um jólin.
Ekki er enn ljóst hvort af verkfalli verður en flugliðarnir munu greiða atkvæði um það næstu daga. Samþykki þeir verkfall má búast við að það skelli á einhvern tímann eftir 21. desember, með tilheyrandi ringulreið.
Ástæða hugsanlegs verkfalls er óánægja flugliðanna með breytta starfstilhögun eftir mörg hundruð milljóna punda tap British Airways fyrri hluta þessa árs.