Starfsmenn Saab uggandi 18. febrúar 2009 19:00 Starfsmenn Saab bílaverksmiðjunnar í Svíþjóð eru uggandi um framtíð sína. Móðurfélagið General Motors bað í gær bandaríska ríkið um neyðarlán og segir Saab fara á hausinn innan örfárra vikna takist ekki að selja fyrirtækið. General Motors bað í gær bandaríska ríkið um sextán komma sex milljarða dala neyðarlán til viðbótar þeim þrettán komma fjórum sem þegar hafa fengist. Chrysler bað einnig um fimm milljarða en Ford segist ekki þrufa peninga í bili. Fjárþörfin virðist mest hjá General Motors sem kynnti fjármálaráðuneytinu bandaríska endurskipulagningaráform sín í gær. Segja á upp fjörutíu og sjö þúsund starfsmönnum , þar af tuttugu og sex þúsund starfsmönnum utan Bandaríkjanna. Fimm verksmiðjum í Bandaríkjunum verður lokað. Það skili hagnaði eftir tvö ár. Búið verði að borga lánin fyrir 2017. Óvíst er um framtíð Opel, Saab og Vauxhall dótturfélaga General Motors í Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi. Stjórnendur General Motors segja erfitt að halda þar áfram að óbreyttu vegna mikils samdráttar í bílasölu í gjörvallri Evrópu. Bandaríski bílarisinn er nú í viðræðum við sænska ríkið um að það komi að rekstri Saab. Sænski orkumálaráðherrann sagði í samtali við sænska útvarpið í dag að ekkert yrði af því. Til þess þyrfti allt of mikið fé enda hefði Saab verið rekið með tapi í nær alla þá tvo áratugi sem General Motors hafi rekið fyrirtækið. Rúmlega fjögur þúsund manns starfa hjá Saab, flestir í verksmiðjunni í Trollhättan. Þar bíða starfsmenn og bæjarbúar milli vonar og ótta. Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Starfsmenn Saab bílaverksmiðjunnar í Svíþjóð eru uggandi um framtíð sína. Móðurfélagið General Motors bað í gær bandaríska ríkið um neyðarlán og segir Saab fara á hausinn innan örfárra vikna takist ekki að selja fyrirtækið. General Motors bað í gær bandaríska ríkið um sextán komma sex milljarða dala neyðarlán til viðbótar þeim þrettán komma fjórum sem þegar hafa fengist. Chrysler bað einnig um fimm milljarða en Ford segist ekki þrufa peninga í bili. Fjárþörfin virðist mest hjá General Motors sem kynnti fjármálaráðuneytinu bandaríska endurskipulagningaráform sín í gær. Segja á upp fjörutíu og sjö þúsund starfsmönnum , þar af tuttugu og sex þúsund starfsmönnum utan Bandaríkjanna. Fimm verksmiðjum í Bandaríkjunum verður lokað. Það skili hagnaði eftir tvö ár. Búið verði að borga lánin fyrir 2017. Óvíst er um framtíð Opel, Saab og Vauxhall dótturfélaga General Motors í Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi. Stjórnendur General Motors segja erfitt að halda þar áfram að óbreyttu vegna mikils samdráttar í bílasölu í gjörvallri Evrópu. Bandaríski bílarisinn er nú í viðræðum við sænska ríkið um að það komi að rekstri Saab. Sænski orkumálaráðherrann sagði í samtali við sænska útvarpið í dag að ekkert yrði af því. Til þess þyrfti allt of mikið fé enda hefði Saab verið rekið með tapi í nær alla þá tvo áratugi sem General Motors hafi rekið fyrirtækið. Rúmlega fjögur þúsund manns starfa hjá Saab, flestir í verksmiðjunni í Trollhättan. Þar bíða starfsmenn og bæjarbúar milli vonar og ótta.
Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf