Búist við átakafundi hjá Rio Tinto í dag 15. apríl 2009 10:17 Aðalfundur Rio Tinto verður haldinn í dag og er búist við að stjórn Rio verði gagnrýnd harðlega af hluthöfum vegna áforma sinna um fjármögnun félagsins. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík. Eins og fram hefur komið í fréttum vill stjórn Rio Tinto ganga til samninga við kínverska námufélagið Chinalco. Er ætlunin að Chinalco kominn inn í Rio með tæplega 14 milljarða dollara, um 1.800 milljarða kr., í formi kaupa á hlutabréfum og eignum Rio. Hlutabréfakaupin munu hafa í för með sér hlutafjáraukningu sem aftur veldur því að hlutir núverandi hluthafa munu lækka í verði. Og þetta eru margir þeirra síður en svo sáttir við. Rio Tinto er í miklum fjárhagsvandræðum sökum kaupa sinna á Alcan fyrir tveimur árum en kaupverðið var 26 milljarðar dollara. Með kaupunum komst álverið í Straumsvík í eigu Rio Tinto. Blaðið Daily Mail segir í frétt um aðalfundinn að hluthafar í Rio muni nota fundinn til að blása út gegn stjórninni og láta reiði sína í ljós. Tillaga um að Dick Evans einn af forstjórum Rio Tinto fái milljón dollara bónus fyrir kaupin á Alcan er ekki talin bæta andrúmsloftið á fundinum. Einnig er líklegt að stjórn Rio Tinto verði „grilluð" vegna þess að yfirtökutilboði BHP Billiton upp á tæpa 100 milljarða kr. var ekki tekið á síðasta ári. Þar sem Rio Tinto er skráð bæði í London og Ástralíu munu niðurstöður af atkvæðagreiðslum á fundinum í dag ekki verða opinberar fyrr en sambærilegur fundur hefur verið haldinn í Ástralíu á mánudaginn kemur. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Aðalfundur Rio Tinto verður haldinn í dag og er búist við að stjórn Rio verði gagnrýnd harðlega af hluthöfum vegna áforma sinna um fjármögnun félagsins. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík. Eins og fram hefur komið í fréttum vill stjórn Rio Tinto ganga til samninga við kínverska námufélagið Chinalco. Er ætlunin að Chinalco kominn inn í Rio með tæplega 14 milljarða dollara, um 1.800 milljarða kr., í formi kaupa á hlutabréfum og eignum Rio. Hlutabréfakaupin munu hafa í för með sér hlutafjáraukningu sem aftur veldur því að hlutir núverandi hluthafa munu lækka í verði. Og þetta eru margir þeirra síður en svo sáttir við. Rio Tinto er í miklum fjárhagsvandræðum sökum kaupa sinna á Alcan fyrir tveimur árum en kaupverðið var 26 milljarðar dollara. Með kaupunum komst álverið í Straumsvík í eigu Rio Tinto. Blaðið Daily Mail segir í frétt um aðalfundinn að hluthafar í Rio muni nota fundinn til að blása út gegn stjórninni og láta reiði sína í ljós. Tillaga um að Dick Evans einn af forstjórum Rio Tinto fái milljón dollara bónus fyrir kaupin á Alcan er ekki talin bæta andrúmsloftið á fundinum. Einnig er líklegt að stjórn Rio Tinto verði „grilluð" vegna þess að yfirtökutilboði BHP Billiton upp á tæpa 100 milljarða kr. var ekki tekið á síðasta ári. Þar sem Rio Tinto er skráð bæði í London og Ástralíu munu niðurstöður af atkvæðagreiðslum á fundinum í dag ekki verða opinberar fyrr en sambærilegur fundur hefur verið haldinn í Ástralíu á mánudaginn kemur.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira