Viðskipti erlent

Hlutabréf í Royal Unibrew féllu um 20% í morgun

Hlutabréf í Royal Unibrew féllu um 20% í morgun í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Unibrew sem eru næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur skiluðu slæmu ársuppgjöri í morgun en tapið á síðasta ári nam tæpum 10 milljörðum kr..

Unibrew, sem Stoðir á um 20% í, er nú á höttunum eftir nýju fjármagn i í félagið og eða sölu á eignum til að laga stöðu sína að því er segir á börsen.dk.

Jens Houe Thomsen greinandi í Jyske Bank segir í samtali við börsen að vel geti verið að Unibrew fari út í hlutafjáraukningu en markaðsvirði félagsins er nú aðeins rúmlega fjórðungur af skuldum þess.

"Annar möguleiki er sala á eignum," segir Thomsen. "Ég tel að stjórn félagsins sé að íhuga þessa tvo möguleika í augnablikinu."

Hvað eignasöluna varðar telur Thomsen að það yrðu þá helst brugghús félagsins í Póllandi og í Karabíska hafinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×