Háskólagjöld Breta hækka vegna íslenska bankahrunsins 15. apríl 2009 09:05 Samtök háskóla í Bretlandi (Universities UK) hafa birt skýrslu þar sem fram kemur að skólagjöld nemenda við þessa skóla verði að hækka verulega m.a. vegna taps sumra þeirra á innistæðum sínum í íslensku bönkunum þegar þeir komust í þrot s.l. haust. Skýrslan er byggð á viðhorfum rektora við 133 háskóla til fjármögnunar háskólanna í framtíðinni. Þar kemur m.a. fram að skólagjöldin þurfi að hækka að jafnaði í a.m.k. 5.000 pund á ári eða í tæpa milljón kr. Í umfjöllun breska blaðsins Guardian segir að háskólarnir hafi orðið verulega fyrir barðinu á fjármálakreppunni og fylgifiskum hennar allt frá hruni íslensku bankanna og upp í að vera fórnarlömb í Ponzi-svikamyllu Bernard Madoff á Wall Street. Guardian tekur Manchester Metropolitan háskólann sem dæmi um háskóla sem fór verulega illa út úr hruni íslensku bankanna en skólinn tapaði 10 milljónum punda, nær tveimur milljörðum kr. í hruni þeirra. Raunar töpuðu aðrir þekktari háskólar, eins og t.d. Oxford og Cambridge mun hærri upphæðum á íslensku bönkunum en Manchester Metropolitan. Oxford, sem tapaði um 30 milljónum punda, var hinsvegar mun betur staddur fjárhagslega og með öflugri bakhjarla en Metropolitan. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samtök háskóla í Bretlandi (Universities UK) hafa birt skýrslu þar sem fram kemur að skólagjöld nemenda við þessa skóla verði að hækka verulega m.a. vegna taps sumra þeirra á innistæðum sínum í íslensku bönkunum þegar þeir komust í þrot s.l. haust. Skýrslan er byggð á viðhorfum rektora við 133 háskóla til fjármögnunar háskólanna í framtíðinni. Þar kemur m.a. fram að skólagjöldin þurfi að hækka að jafnaði í a.m.k. 5.000 pund á ári eða í tæpa milljón kr. Í umfjöllun breska blaðsins Guardian segir að háskólarnir hafi orðið verulega fyrir barðinu á fjármálakreppunni og fylgifiskum hennar allt frá hruni íslensku bankanna og upp í að vera fórnarlömb í Ponzi-svikamyllu Bernard Madoff á Wall Street. Guardian tekur Manchester Metropolitan háskólann sem dæmi um háskóla sem fór verulega illa út úr hruni íslensku bankanna en skólinn tapaði 10 milljónum punda, nær tveimur milljörðum kr. í hruni þeirra. Raunar töpuðu aðrir þekktari háskólar, eins og t.d. Oxford og Cambridge mun hærri upphæðum á íslensku bönkunum en Manchester Metropolitan. Oxford, sem tapaði um 30 milljónum punda, var hinsvegar mun betur staddur fjárhagslega og með öflugri bakhjarla en Metropolitan.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira