Viðskipti erlent

Hneykslaður á ábyrgðarleysi bankamanna

Barack Obama
Barack Obama

Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í kvöld að bónusar sem bankamenn á Wall Street borguðu sér síðasta ári væru svívirðilegir. Hann sagði að það væru skýr skilaboð frá stjórn sinni til þessara manna að þeir sýndu aðhald.

„Ég las í blaðagrein í dag að bankamenn á Wall Street hefðu borgað sjálfum sér 20 milljarða bandaríkjadala í bónusa, það er hámark ábyrgðarleysisins. Það er svívirðilegt," sagði Obama við fréttamenn eftir fund sinn með Timothy Geithner fjármálaráðherra.

Það er Reuters fréttastofan sem greinir frá þessu í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×