Barbie flýr fjármálakreppuna og flytur til Sjanghæ 6. mars 2009 12:49 Barbie dúkkan er búin að pakka saman dóti sínu í bleiku ferðatöskurnar og er flutt til Sjanghæ í Kína. Fjármálakreppan er sögð ástæða flutningsins frá Bandaríkjunum. Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni segir að Mattel, framleiðandi Barbie dúkkunnar, hafi ákveðið að opna fyrstu sérhæfðu verslunina sem eingöngu verslar með Barbie-dúkkur og leikföng og föt tengd henni í Sjanghæ frekar en Bandaríkjunum sem er heimaland Barbie. Mattel lítur nú til Kína sem markaðar sem geti viðhaldið vexti fyrirtækisins en salan á Barbie-vörum minnkaði um 46% í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Jólaverslunin í Bandaríkjunum í fyrra reyndist sú lélegasta undanfarin 40 ár. Á móti kemur að töluverður vöxtur var í smásölugeiranum í Kína allt síðasta ári eða um 19% á mánuði að jafnaði. Þess má líka geta að Barbie-dúkkur eru að mestu framleiddar í Kína og Indónesíu. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Barbie dúkkan er búin að pakka saman dóti sínu í bleiku ferðatöskurnar og er flutt til Sjanghæ í Kína. Fjármálakreppan er sögð ástæða flutningsins frá Bandaríkjunum. Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni segir að Mattel, framleiðandi Barbie dúkkunnar, hafi ákveðið að opna fyrstu sérhæfðu verslunina sem eingöngu verslar með Barbie-dúkkur og leikföng og föt tengd henni í Sjanghæ frekar en Bandaríkjunum sem er heimaland Barbie. Mattel lítur nú til Kína sem markaðar sem geti viðhaldið vexti fyrirtækisins en salan á Barbie-vörum minnkaði um 46% í Bandaríkjunum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Jólaverslunin í Bandaríkjunum í fyrra reyndist sú lélegasta undanfarin 40 ár. Á móti kemur að töluverður vöxtur var í smásölugeiranum í Kína allt síðasta ári eða um 19% á mánuði að jafnaði. Þess má líka geta að Barbie-dúkkur eru að mestu framleiddar í Kína og Indónesíu.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira