Niðurskurði mótmælt Guðjón Helgason skrifar 18. júní 2009 13:00 Frá höfuðborginni Riga. Búist er við að mörg þúsund manns taki þátt í mótmælum í Riga dag vegna niðurskurði hins opinbera í Lettlandi. Laun opinberra starfsmanna lækka í sumum tilfellum mögulega um helming svo tryggja megi neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu til bjarga efnahag Lettlands. Því er spáð að nærri 20% efnahagssamdráttur verið í Lettlandi í ár. Ríkisstjórn landsins hefur skorið útgjöld niður um sem nemur jafnvirði nærri 130 milljarða íslenskra króna. Laun opinberra starfsmanna verða lækkuð að meðaltali um 20% og eftirlaun um 10%. Ríkisstjórn landsins segir að orðið hafi að grípa til þessara aðgerða til að tryggja neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu upp á 7,5 milljarð evra þannig að forða mætti þjóðargjaldþroti og 30 - 50% prósenta gengishruni latsins, gjaldmiðilis Letta. Mikil uppsveifla var í Lettlandi og hinum Eystrasaltsríkjunum tveimur, Litháen og Eistlandi síðustu ár líkt og á Íslandi þegar auðvelt var að nálgast erlent lánsfé. Almenningur í Lettlandi er ósáttur og boðað til mótmæla í Riga í dag. Stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa skipulagt mótmælin. Kennarar eru sér í lagi uggandi en þeir telja að breytingar á kennslufyrirkomulagi og niðurskurðurinn þýði í raun launalækkun upp á 40 til 50%. Búist er við fjölmennum mótmælum í lettnesku höfuðborginni í dag. Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Búist er við að mörg þúsund manns taki þátt í mótmælum í Riga dag vegna niðurskurði hins opinbera í Lettlandi. Laun opinberra starfsmanna lækka í sumum tilfellum mögulega um helming svo tryggja megi neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu til bjarga efnahag Lettlands. Því er spáð að nærri 20% efnahagssamdráttur verið í Lettlandi í ár. Ríkisstjórn landsins hefur skorið útgjöld niður um sem nemur jafnvirði nærri 130 milljarða íslenskra króna. Laun opinberra starfsmanna verða lækkuð að meðaltali um 20% og eftirlaun um 10%. Ríkisstjórn landsins segir að orðið hafi að grípa til þessara aðgerða til að tryggja neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu upp á 7,5 milljarð evra þannig að forða mætti þjóðargjaldþroti og 30 - 50% prósenta gengishruni latsins, gjaldmiðilis Letta. Mikil uppsveifla var í Lettlandi og hinum Eystrasaltsríkjunum tveimur, Litháen og Eistlandi síðustu ár líkt og á Íslandi þegar auðvelt var að nálgast erlent lánsfé. Almenningur í Lettlandi er ósáttur og boðað til mótmæla í Riga í dag. Stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa skipulagt mótmælin. Kennarar eru sér í lagi uggandi en þeir telja að breytingar á kennslufyrirkomulagi og niðurskurðurinn þýði í raun launalækkun upp á 40 til 50%. Búist er við fjölmennum mótmælum í lettnesku höfuðborginni í dag.
Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira