Viðskipti erlent

Walesbúar brunnu inni með milljarða í íslensku bönkunum

Bæjar-og sveitarfélög, lögregluembætti, háskólar og aðrar opinbear stofnanir í Wales brunnu inni með 74 milljónir punda, eða tæplega 14 milljarða kr. í íslensku bönkunum þegar þeir komust í þrot s.l. haust.

Í umfjöllun um málið í BBC segir að við rannsókn á málinu nýlega hafi m.a. komið í ljós ákveðið kæruleysi í fjárfestingarstefnu eins af þeim bæjarfélögum sem töpuðu fé sínu en verið sé að vinna að úrbótum á því máli.

Fram kemur í skýrslu sem Powys sveitarfélagið lét gera nú eftir áramótin kemur fram að lítil sem engin viðbrögð hefðu komið fram hjá fjármálastjórn Powys þegar ljóst var í hvert stefndi með bankana. Powys mun hugsanlega tapa 4 milljónum punda á íslensku bönkunum.

Fram kemur að sumarið 2007 hafi Powys átti 3 milljónir punda inni hjá Landsbanka og Glitni. Og þann 5. september 2008 hafi sveitarfélagið sett eina milljón punda í Landsbankann aðeins mánuði áður en bankinn komst í þrot.

Það sveitarfélag í Wales sem hugsanlega mun tapa mestum fjármunum er Neath Port Talbot sem átti 20 milljónir punda inni hjá íslensku bönkunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×