Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum 29. mars 2009 10:42 Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum". Fyrirtæki sem eru fjármögnuð af einhverjum hluta af íslensku bönkunum verða að berjast enn meira ætli þau sér að lifa af, þar sem bankarnir eru síður viljugir til þess að gefa þeim annað tækifæri. Glitnir, Landsbanki, Straumur og Kaupþing eru nú í höndum ríkisins sem reynir að endurreisa fallinn efnahag landsins. „Þau eru gríðarlega grimm," segir heimildarmaður blaðsins sem tekur þátt í að semja við þá sem skulda bönkunum. Í fréttinni er síðan rifjað upp að sportvörukeðjan JJB hafi sett fram áætlun til þess að koma í veg fyrir fall þar sem félagið gat ekki greitt 60 milljónir punda sem það átti að greiða Lloyds, Barclays og Kaupþingi. Tveir fyrrnefndu bankarnir buðu fyrirtækinu aðrar 25 milljónir punda en Kaupþing hefur ekki gert það. „Þetta eru erfiðir tímar hjá öllum bönkum," segir Peter Williams forstjóri JJB í samtali við Guardian. Þá segir að íslensku bankarnir séu líklega með minni þolinmæði en aðrir. Fljótlega eftir að ríkið tók yfir Landsbankann hafi bankinn kallað eftir lánum frá Baugi, sem hafði í för með sér að nokkrar af bresku eignum félagsins fóru í greiðslustöðvun, þar á meðal House of Fraser, Hamleys og Iceland food group. „Við erum að tryggja hagsmuni okkar í ýmsum eignum," er haft eftir Kristjáni Óskarssyni í skilanefnd Glitnis. „Við reynum að hámarka verðmæti, við munum ekki hefja brunaútsölu á þessum eignum." Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum". Fyrirtæki sem eru fjármögnuð af einhverjum hluta af íslensku bönkunum verða að berjast enn meira ætli þau sér að lifa af, þar sem bankarnir eru síður viljugir til þess að gefa þeim annað tækifæri. Glitnir, Landsbanki, Straumur og Kaupþing eru nú í höndum ríkisins sem reynir að endurreisa fallinn efnahag landsins. „Þau eru gríðarlega grimm," segir heimildarmaður blaðsins sem tekur þátt í að semja við þá sem skulda bönkunum. Í fréttinni er síðan rifjað upp að sportvörukeðjan JJB hafi sett fram áætlun til þess að koma í veg fyrir fall þar sem félagið gat ekki greitt 60 milljónir punda sem það átti að greiða Lloyds, Barclays og Kaupþingi. Tveir fyrrnefndu bankarnir buðu fyrirtækinu aðrar 25 milljónir punda en Kaupþing hefur ekki gert það. „Þetta eru erfiðir tímar hjá öllum bönkum," segir Peter Williams forstjóri JJB í samtali við Guardian. Þá segir að íslensku bankarnir séu líklega með minni þolinmæði en aðrir. Fljótlega eftir að ríkið tók yfir Landsbankann hafi bankinn kallað eftir lánum frá Baugi, sem hafði í för með sér að nokkrar af bresku eignum félagsins fóru í greiðslustöðvun, þar á meðal House of Fraser, Hamleys og Iceland food group. „Við erum að tryggja hagsmuni okkar í ýmsum eignum," er haft eftir Kristjáni Óskarssyni í skilanefnd Glitnis. „Við reynum að hámarka verðmæti, við munum ekki hefja brunaútsölu á þessum eignum."
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira