Tölvupóstur um íslenskan banka kostaði Kent 500 milljónir 25. mars 2009 10:59 Óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent í Bretlandi um slæma stöðu Heritable, dótturbanka Landsbankans, kostaði sveitarstjórnina 3 milljónir punda eða um 500 milljónir kr. Fjallað er um málið á vefsíðu sveitarstjórnarinnar en þar kemur fram að fulltrúi hennar setti fyrrgreinda upphæð inn á reikning Kent hjá Heritable örfáum dögum áður en bankinn komst í þrot. Fjármálaráðgjafa Kent var sendur tölvupóstur um að staða Heritable væri þannig að ekki væri verjandi að halda áfram viðskiptum við bankann. Pósturinn var hinsvegar ekki opnaður í tæka tíð þar sem ráðgjafinn var í sumarfríi þegar pósturinn barst. Nick Chard fjármálastjóri Kent hefur viðkennt að sveitarstjórnin hafi gert mistök með því að sjá ekki um að staða ráðgjafans væri mönnuð meðan hann var í fríi. Eftir endurskoðun á starfsferlum innan sveitarstjórnarinnar árið 2006 var sett inn ákvæði í reglugerðir Kent um að færsla á upphæð af þessari stærðargráðu þyrfti að vera samþykkt af tveimur háttsettum embættismönnum stjórnarinnar. Þetta brást einnig hvað framangreinda færslu varðar. Fulltrúinn sem setti 500 milljónirnar inn á reikning Heritable bankans hefur verið áminntur fyrir athæfið. Samtals átti Kent 50 milljónir punda, eða um 84 milljarða kr. inni á reikningum hjá Heritable, Landsbankanum og Glitni þegar íslenska bankakerfið hrundi. Sveitarstjórnin telur töluverðar líkur á að sú upphæð fáist að mestu endurgreidd þar sem krafa þeirra hefur verið flokkuð sem forgangskrafa í þrotabú fyrrgreindra banka. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent í Bretlandi um slæma stöðu Heritable, dótturbanka Landsbankans, kostaði sveitarstjórnina 3 milljónir punda eða um 500 milljónir kr. Fjallað er um málið á vefsíðu sveitarstjórnarinnar en þar kemur fram að fulltrúi hennar setti fyrrgreinda upphæð inn á reikning Kent hjá Heritable örfáum dögum áður en bankinn komst í þrot. Fjármálaráðgjafa Kent var sendur tölvupóstur um að staða Heritable væri þannig að ekki væri verjandi að halda áfram viðskiptum við bankann. Pósturinn var hinsvegar ekki opnaður í tæka tíð þar sem ráðgjafinn var í sumarfríi þegar pósturinn barst. Nick Chard fjármálastjóri Kent hefur viðkennt að sveitarstjórnin hafi gert mistök með því að sjá ekki um að staða ráðgjafans væri mönnuð meðan hann var í fríi. Eftir endurskoðun á starfsferlum innan sveitarstjórnarinnar árið 2006 var sett inn ákvæði í reglugerðir Kent um að færsla á upphæð af þessari stærðargráðu þyrfti að vera samþykkt af tveimur háttsettum embættismönnum stjórnarinnar. Þetta brást einnig hvað framangreinda færslu varðar. Fulltrúinn sem setti 500 milljónirnar inn á reikning Heritable bankans hefur verið áminntur fyrir athæfið. Samtals átti Kent 50 milljónir punda, eða um 84 milljarða kr. inni á reikningum hjá Heritable, Landsbankanum og Glitni þegar íslenska bankakerfið hrundi. Sveitarstjórnin telur töluverðar líkur á að sú upphæð fáist að mestu endurgreidd þar sem krafa þeirra hefur verið flokkuð sem forgangskrafa í þrotabú fyrrgreindra banka.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf