Breskt fjármálafólk íhugar flótta undan sköttum til Sviss 24. nóvember 2009 14:20 Breskt fjármálafólk með miklar tekjur íhugar nú í töluverðum mæli að flýja til Sviss undan háum tekjusköttum breska Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er hækkaði stjórn Gordon Brown nýlega tekjurskattinn úr 40% og í 50% á allar tekjur sem eru yfir 150.000 pundum á ári.Í frétt um málið á börsen.dk segir að Alpalandið Sviss lokki nú auðuga Breta til sín sem aldrei fyrr enda eru skattar einstaklinga þar á bilinu 10% til 20%.Svissneska fasteignafélagið Savills heldur fund með yfir 100 breskum fjármálamönnum á morgun þar sem íbúðakaup í Genf eru til umræðu. Verið á lúxusíbúðum þar eru um 20% lægri en í London.Þetta er annað árið í röð sem Savills heldur slíkan fund og svipað og í fyrra er yfirbókað á hann þrátt fyrir að nú hafi verið gert ráð fyrir plássi undir helmingi fleiri en í fyrra.Bresk fjármálafyrirtæki hafa í nokkrum mæli flutt heimilisföng sín til Sviss en það er töluvert flóknara fyrir einstaklinga að gera slíkt. Fundur Savills gengur einmitt út á að leiðbeina fólki við að komast í gegnum hinar flóknu svissnesku reglur sem gilda um íbúðakaup og búsetu erlends fólks þar í landi. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breskt fjármálafólk með miklar tekjur íhugar nú í töluverðum mæli að flýja til Sviss undan háum tekjusköttum breska Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er hækkaði stjórn Gordon Brown nýlega tekjurskattinn úr 40% og í 50% á allar tekjur sem eru yfir 150.000 pundum á ári.Í frétt um málið á börsen.dk segir að Alpalandið Sviss lokki nú auðuga Breta til sín sem aldrei fyrr enda eru skattar einstaklinga þar á bilinu 10% til 20%.Svissneska fasteignafélagið Savills heldur fund með yfir 100 breskum fjármálamönnum á morgun þar sem íbúðakaup í Genf eru til umræðu. Verið á lúxusíbúðum þar eru um 20% lægri en í London.Þetta er annað árið í röð sem Savills heldur slíkan fund og svipað og í fyrra er yfirbókað á hann þrátt fyrir að nú hafi verið gert ráð fyrir plássi undir helmingi fleiri en í fyrra.Bresk fjármálafyrirtæki hafa í nokkrum mæli flutt heimilisföng sín til Sviss en það er töluvert flóknara fyrir einstaklinga að gera slíkt. Fundur Savills gengur einmitt út á að leiðbeina fólki við að komast í gegnum hinar flóknu svissnesku reglur sem gilda um íbúðakaup og búsetu erlends fólks þar í landi.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira