Viðskipti erlent

Goldman Sachs fyrsti bankinn á leið út úr kreppunni

Goldman Sachs skilaði hagnaði upp á 1,8 milljarða dollara eða rúmlega 200 milljarða kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Er þetta uppgjör töluvert umfram væntingar sérfræðinga og virðist Goldman vera fyrsti bandaríski bankinn sem er að komast út úr fjármálakreppunni.

Samkvæmt frétt um málið í Financial Times mun hin sterka útkoma á ársfjórðungnum leiða til þess að Goldman ætlar sér að endurgreiða ríkisstyrki upp á allt að 10 milljörðum dollara sem bankinn fékk á síðasta ári.

Ætlunin er að endurgreiða styrkina með sölu á hlutafé en hlutir í Goldman hafa hækkað töluvert að undanförnu. Er talið að aðrir bandarískir bankar muni fylgja þessu fordæmi Goldman til að þeir líti ekki út fyrir að vera "veikari" eins og það er orðað í Financial Times.

Til samanburðar má nefna að á fjórða ársfjórðungi síðasta árs skilaði Goldman tapi upp á 2,1 milljarða dollara.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×