Viðskipti erlent

Century Aluminium lokar álveri í Bandaríkjunum

Century Aluminium hefur ákveðið að loka einu af álverum sínum í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Century er móðurfélag Norðuráls á Grundartanga og skráð í kauphöllinni hér á landi.

Samkvæmt tilkynningu frá Century var ákveðið að loka álverinu í Ravenswood sökum þess hve heimsmarkaðsverð á áli er lágt þessa daganna.

Álverið í Ravenswood var byggt árið 1957 og hefur framleitt 170.000 tonn af áli árlega m.v. full afköst. Við lokun álversins munu tæplega 680 manns missa vinnu sína.

Jim Chapman forstjóri álversins í Ravenswood segir að stjórn félagsins harmi þessa ákvörðun og þau áhrif sem hún hefur á samfélagið í kringum álverið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×