Viðskipti erlent

Verður að draga úr væntingum um söluverðið á Actavis

Björgólfur Thor Björgólfsson er neyddur til að draga úr væntingum sínum um söluverðið á Actavis. Upphaflega taldi Björgólfur að hann gæti gengið 7,5 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða kr. fyrir félagið en samkvæmt frétt á Reuters eru 5 milljarðar evra raunhæfari tala í dag m.v. markaðsaðstæður.

Fari svo að ekki fáist nema 5 milljarðar evra fyrir Actavis er Björgólfur Thor heppin ef hann sleppur á sléttu úr sölunni því fram hefur komið að bara Deutche Bank á veð í félaginu fyrir hátt í þá upphæð eða rúmlega 4 milljarða evra.

Það sem veldur því að söluverð Actavis er nú talið lægra en það var talið fyrir um 2 mánuðum síðan er einkum að fleiri samheitalyfjafyfirtæki eru einnig til sölu í augnablikinu. Má þar nefna sem dæmi hið þýska Ratipharm sem er í eigu Merckle fjölskyldunnar.

Samkvæmt Reuters eru fáir kaupendur til staðar á samheitalyfjafyrirtækjum en framboðið á þeim er töluvert.

Beatrice Muzard greinandi hjá Naitixis Securities, sem tali í janúar að 7 milljarðar evra væru raunhæft verð, segir nú að 5 milljarðar evra séu nærri lagi.

Að mati Muzard kemur tvennt til að samheitalyfjafyrirtæki eru ekki eins áhugaverð á áður. Kreppan hefur dregið úr hagnaðarvæntingum og vandamál með gjaldmiðla þjóða í mið- og austurhluta Evrópu hafa einnig dregið úr hagnaðarmöguleikum á þeim mörkuðum.

Actavis er nú í sölumeðferð og hafa nokkur félög verið nefnd sem hugsanlegir kaupendur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×