Hvalveiðar gegn atvinnuleysi Einar K. Guðfinnsson skrifar 19. mars 2009 00:01 Hvalveiðar munu geta skipt miklu máli fyrir atvinnulíf okkar, ekki síst á Vesturlandi. Þegar þær hefjast nú með vorinu er áætlað að 200 til 250 manns hafi atvinnu af veiðum og vinnslu á langreyði og hrefnuveiðar og -vinnsla þurfa á allt að 50 manns að halda. Við erum hér að tala um 300 manna atvinnusköpun og það tafarlaust. Fá dæmi eru um slíka skjóta atvinnusköpun nú þegar mest ríður á. Það munar um minna í þessu hallæri, þegar til dæmis atvinnuleysi á Vesturlandi er komið yfir 400 manns. Það er því ábyrgðarhluti af hálfu þeirra sem hafa lagst gegn hvalveiðum, enda hefur því verið mætt af fullri hörku af heimamönnum, svo sem sveitarstjórnarmönnum og verkalýðshreyfingunni. Órofa samstaða þeirra með okkur, sem staðið höfum fyrir ákvörðunum um hvalveiðar til frambúðar, er því lofsverð og þakkarverð. Fundurinn á dögunum í Bíóhöllinni á Akranesi, þar sem var fullur salur af fólki, sannaði þetta og undirstrikaði hvað þetta er mikið alvöru- og framfaramál í hugum fólks. Óvissu afléttUm nokkurra daga skeið virtist ríkja óvissa um hvort hvalveiðar gætu haldið áfram núna í sumar. Ég gaf út reglugerð um áframhaldandi hvalveiðar, bæði á hrefnu og langreyði nú í janúar. Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, brást illa við þessari ákvörðun minni eins og flestir muna og hafði í lítt dulbúnum hótunum vegna málsins. Niðurstaða hans var hins vegar sú að staðfesta ákvörðun mína. Nokkuð sem var borðleggjandi í rauninni, enda hafði hann engin rök til annars. Þetta er mikið ánægjuefni. Nú er ljóst að hvalamálin eru í höfn. Margra ára barátta okkar margra hefur skilað þessum árangri. Augljós rökÞað þarf varla að tíunda mjög röksemdirnar sem liggja að baki þeirri ákvörðun minni að tryggja að hvalveiðar geti haldið áfram. Ég hafði tekið sams konar ákvörðun árið 2006, um það bil ári eftir að ég varð sjávarútvegsráðherra. Þá eins og nú var uppi mikill hávaði og læti og látið í veðri vaka að hún myndi valda okkur skaða. Reynslan - sem jafnan er ólygnust - leiddi annað í ljós. Nú er heldur ekkert að óttast. Hvalveiðarnar verða okkur mikill efnahagslegur búhnykkur og munu ekki skaða aðrar atvinnugreinar. Það sannar reynslan. Gleymum því heldur ekki að við höfum veitt á þriðja hundrað hvali frá árinu 2003. Það er því komin margföld reynsla af þessum veiðum. Nauðsyn þess að halda áfram hvalveiðum er núna brýnni en nokkru sinni. Það er búið að sýna fram á að hvalurinn étur óhemju magn af fiski og er í beinni samkeppni við nytjastofna okkar um fæðu. Það hefur verið reiknað út af færustu sérfræðingum að ef við stunduðum hvalveiðar væri hægt að auka þorskveiðar. Svo einfalt er það. Þarf nokkuð frekari vitnanna við. Þetta er þess vegna einn liður í því að auka veiðar hér við land á nytjastofnum eins og þorski. Það er því ekki lítið ábyrgðarmál ef menn leggjast gegn slíku. Við erum líka núna að verða vitni að atvinnuleysi af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áratugum saman. Nú verðum við að leggjast á árarnar við að nýta þau tækifæri sem við höfum. Hvalveiðar eru sannarlega hluti af því. Þegar allt leggst samanÞegar allt leggst saman, nauðsyn þess að veiða hval, að veiðarnar eru í samræmi við lög og reglur og fyrir liggur markaður fyrir vöruna, þá er í raun ekki eftir neinu að bíða. Enda gerir Hvalur hf. og hrefnuveiðimennirnir sig nú klára til að hefja nýja vertíð nú á haustmánuðum. Því miður var ekki mikið fyrr hægt að taka ákvörðun um útgáfu á kvótum í þeim mæli sem gert hefur verið núna. Því olli óvissa um sölu afurða sem ekki var aflétt fyrr en í lok síðasta árs. Óvissa í stjórnmálum tafði síðan málið, uns ég tók af skarið í janúar sl. Þar var rétt að öllu staðið, eins og sést af því að núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra treysti sér ekki til að afturkalla leyfið, þrátt fyrir að hann virtist hafa til þess löngun. Aðalmálið er þá þetta: Stefnan hefur verið mörkuð, eins og ég lagði upp með. Hvalveiðar munu hefjast og skapa fjölda nýrra starfa, auka atvinnusköpun og verða hluti af þeirri sjálfsögðu stefnu að nýta auðlindir hafsins til hagsbóta fyrir þjóðina. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hvalveiðar munu geta skipt miklu máli fyrir atvinnulíf okkar, ekki síst á Vesturlandi. Þegar þær hefjast nú með vorinu er áætlað að 200 til 250 manns hafi atvinnu af veiðum og vinnslu á langreyði og hrefnuveiðar og -vinnsla þurfa á allt að 50 manns að halda. Við erum hér að tala um 300 manna atvinnusköpun og það tafarlaust. Fá dæmi eru um slíka skjóta atvinnusköpun nú þegar mest ríður á. Það munar um minna í þessu hallæri, þegar til dæmis atvinnuleysi á Vesturlandi er komið yfir 400 manns. Það er því ábyrgðarhluti af hálfu þeirra sem hafa lagst gegn hvalveiðum, enda hefur því verið mætt af fullri hörku af heimamönnum, svo sem sveitarstjórnarmönnum og verkalýðshreyfingunni. Órofa samstaða þeirra með okkur, sem staðið höfum fyrir ákvörðunum um hvalveiðar til frambúðar, er því lofsverð og þakkarverð. Fundurinn á dögunum í Bíóhöllinni á Akranesi, þar sem var fullur salur af fólki, sannaði þetta og undirstrikaði hvað þetta er mikið alvöru- og framfaramál í hugum fólks. Óvissu afléttUm nokkurra daga skeið virtist ríkja óvissa um hvort hvalveiðar gætu haldið áfram núna í sumar. Ég gaf út reglugerð um áframhaldandi hvalveiðar, bæði á hrefnu og langreyði nú í janúar. Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, brást illa við þessari ákvörðun minni eins og flestir muna og hafði í lítt dulbúnum hótunum vegna málsins. Niðurstaða hans var hins vegar sú að staðfesta ákvörðun mína. Nokkuð sem var borðleggjandi í rauninni, enda hafði hann engin rök til annars. Þetta er mikið ánægjuefni. Nú er ljóst að hvalamálin eru í höfn. Margra ára barátta okkar margra hefur skilað þessum árangri. Augljós rökÞað þarf varla að tíunda mjög röksemdirnar sem liggja að baki þeirri ákvörðun minni að tryggja að hvalveiðar geti haldið áfram. Ég hafði tekið sams konar ákvörðun árið 2006, um það bil ári eftir að ég varð sjávarútvegsráðherra. Þá eins og nú var uppi mikill hávaði og læti og látið í veðri vaka að hún myndi valda okkur skaða. Reynslan - sem jafnan er ólygnust - leiddi annað í ljós. Nú er heldur ekkert að óttast. Hvalveiðarnar verða okkur mikill efnahagslegur búhnykkur og munu ekki skaða aðrar atvinnugreinar. Það sannar reynslan. Gleymum því heldur ekki að við höfum veitt á þriðja hundrað hvali frá árinu 2003. Það er því komin margföld reynsla af þessum veiðum. Nauðsyn þess að halda áfram hvalveiðum er núna brýnni en nokkru sinni. Það er búið að sýna fram á að hvalurinn étur óhemju magn af fiski og er í beinni samkeppni við nytjastofna okkar um fæðu. Það hefur verið reiknað út af færustu sérfræðingum að ef við stunduðum hvalveiðar væri hægt að auka þorskveiðar. Svo einfalt er það. Þarf nokkuð frekari vitnanna við. Þetta er þess vegna einn liður í því að auka veiðar hér við land á nytjastofnum eins og þorski. Það er því ekki lítið ábyrgðarmál ef menn leggjast gegn slíku. Við erum líka núna að verða vitni að atvinnuleysi af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áratugum saman. Nú verðum við að leggjast á árarnar við að nýta þau tækifæri sem við höfum. Hvalveiðar eru sannarlega hluti af því. Þegar allt leggst samanÞegar allt leggst saman, nauðsyn þess að veiða hval, að veiðarnar eru í samræmi við lög og reglur og fyrir liggur markaður fyrir vöruna, þá er í raun ekki eftir neinu að bíða. Enda gerir Hvalur hf. og hrefnuveiðimennirnir sig nú klára til að hefja nýja vertíð nú á haustmánuðum. Því miður var ekki mikið fyrr hægt að taka ákvörðun um útgáfu á kvótum í þeim mæli sem gert hefur verið núna. Því olli óvissa um sölu afurða sem ekki var aflétt fyrr en í lok síðasta árs. Óvissa í stjórnmálum tafði síðan málið, uns ég tók af skarið í janúar sl. Þar var rétt að öllu staðið, eins og sést af því að núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra treysti sér ekki til að afturkalla leyfið, þrátt fyrir að hann virtist hafa til þess löngun. Aðalmálið er þá þetta: Stefnan hefur verið mörkuð, eins og ég lagði upp með. Hvalveiðar munu hefjast og skapa fjölda nýrra starfa, auka atvinnusköpun og verða hluti af þeirri sjálfsögðu stefnu að nýta auðlindir hafsins til hagsbóta fyrir þjóðina. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun