Viðskipti erlent

Aldrei fleiri gjaldþrot í Englandi og Wales

Nær fimmþúsund fyrirtæki í Englandi og Wales urðu fjaldþrota á fyrstu þrem mánuðum ársins. Metfjöldi einstaklinga fór einnig í gjaldþrot, eða rúmlega 29 þúsund manns, sem er hæsta tala síðan mælingar hófust árið 1960.

Aukningin hjá fyrirtækjum er fimmtíu og sex prósent á milli ára og hjá einstaklingum varð hún nítján prósent. Að auki fylgja gjaldþrot venjulega aðeins á eftir öðrum áföllum á markaði og því má reikna með að enn eigi eftir að harðna í ári á Bretlandseyjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×