Dr. Doom: Of mikil bjartsýni á mörkuðunum 3. apríl 2009 15:13 Hann hlaut viðurnefnið Dr. Doom þegar hann sá fyrir hrunið á hlutabréfamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 1987. Síðan hefur hann yfirleitt haft á réttu að standa. Dr. Doom sá fyrir núverandi fjármálakreppu þegar árið 2005. Í dag segir hann að of mikil bjartsýni ríki á mörkuðum heimsins eftir töluverða hækkanahrinu á þeim undanfarið. Botninum sé langt frá því náð og raunar telur hann að slíkt gerist ekki fyrr en á næsta ári. Dr. Doom heitir réttu nafni Nouriel Roubini og er hagfræðingur að mennt. Hann er svo þekktur fyrir svartsýnar spár sínar að þegar markaðurinn í Bandaríkjunum tók óvænta uppsveiflu eftir eina slíka fékk hún nafnið Roubinisveiflan. Í nýlegu viðtali við kanadíska blaðið Globe and Mail var Dr. Doom spurður hvort hann teldi að Bandaríkin hefðu náð botninum eða ekki? „Eftir því sem við sökkvum lægra og lægra nálgumst við auðvitað botninn," svarar hann. „En leiðin til að hugsa um markaðina fyrir okkur er að huga að hinu raunverulega hagkerfi og ég sé að það er enn í alvarlegri kreppu." Dr. Doom telur að viðsnúningur á kreppunni hefjist ekki fyrr en eftir komandi áramót og að vöxturinn á næsta ári verði veikur, hagvöxtur muni mælast innan við eitt prósent. Hvað hlutabréfamarkaðinn varðar telur Dr. Doom að botninn á honum muni ekki nást fyrr en á miðju næsta ári. Hann bendir á að þrátt fyrir að sjálf niðursveiflan í kjölfar netbólunnar eftir aldamótin síðustu hafi aðeins staðið í um átta mánuði héldu hlutabréf áfram að lækka næstu 16 mánuðina þar á eftir. Dr. Doom segir að jákvæðu tíðindin eru að hægt sé að sjá ljós í myrkrinu og það stafar ekki frá járnbrautarlest á leiðinni til að keyra okkur enn frekar í klessu. Það séu þó einu jákvæðu tíðindin. Markaðurinn sé alltof bjartsýnn á að efnahagurinn sé að braggast og það muni koma honum í koll eftir nokkra mánuði. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hann hlaut viðurnefnið Dr. Doom þegar hann sá fyrir hrunið á hlutabréfamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 1987. Síðan hefur hann yfirleitt haft á réttu að standa. Dr. Doom sá fyrir núverandi fjármálakreppu þegar árið 2005. Í dag segir hann að of mikil bjartsýni ríki á mörkuðum heimsins eftir töluverða hækkanahrinu á þeim undanfarið. Botninum sé langt frá því náð og raunar telur hann að slíkt gerist ekki fyrr en á næsta ári. Dr. Doom heitir réttu nafni Nouriel Roubini og er hagfræðingur að mennt. Hann er svo þekktur fyrir svartsýnar spár sínar að þegar markaðurinn í Bandaríkjunum tók óvænta uppsveiflu eftir eina slíka fékk hún nafnið Roubinisveiflan. Í nýlegu viðtali við kanadíska blaðið Globe and Mail var Dr. Doom spurður hvort hann teldi að Bandaríkin hefðu náð botninum eða ekki? „Eftir því sem við sökkvum lægra og lægra nálgumst við auðvitað botninn," svarar hann. „En leiðin til að hugsa um markaðina fyrir okkur er að huga að hinu raunverulega hagkerfi og ég sé að það er enn í alvarlegri kreppu." Dr. Doom telur að viðsnúningur á kreppunni hefjist ekki fyrr en eftir komandi áramót og að vöxturinn á næsta ári verði veikur, hagvöxtur muni mælast innan við eitt prósent. Hvað hlutabréfamarkaðinn varðar telur Dr. Doom að botninn á honum muni ekki nást fyrr en á miðju næsta ári. Hann bendir á að þrátt fyrir að sjálf niðursveiflan í kjölfar netbólunnar eftir aldamótin síðustu hafi aðeins staðið í um átta mánuði héldu hlutabréf áfram að lækka næstu 16 mánuðina þar á eftir. Dr. Doom segir að jákvæðu tíðindin eru að hægt sé að sjá ljós í myrkrinu og það stafar ekki frá járnbrautarlest á leiðinni til að keyra okkur enn frekar í klessu. Það séu þó einu jákvæðu tíðindin. Markaðurinn sé alltof bjartsýnn á að efnahagurinn sé að braggast og það muni koma honum í koll eftir nokkra mánuði.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira