Viðskipti erlent

Forstjóraskipti í bresku kauphöllinni

Mynd/AFP

Frakkinn Xavier Rolet, fyrrum framkvæmdastjóri bandaríska Lehman Brothers í Frakklandi, mun setjast í forstjórastól bresku kauphallarinnar í Lundúnum (e. London Stock Exchange).

Hann mun taka við af Clöru Furse, núverandi forstjóra, um miðjan næsta mánuð. Hún mun sitja í stjórn kauphallarinnar fram í júlí.

Breska ríkisútvarpið rifjar upp í dag, að Furse hafi þótt hörð í horn að taka á þeim átta árum sem hún hefur stýrt kauphöllinni. Meðal annars hafi hún varið hana gegn óvinveittri yfirtöku í holskeflu samruna á hlutabréfamörkuðum árið 2006 og 2007. Þá hafi hún á móti stækkað umsvif hennar með samruna við ítölsku kauphöllina.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×