Fjárfestir fær 2,5 milljarða uppgjör frá Kaupþingi 30. mars 2009 09:40 Norski fjárfestirinn Christian Sveaas bíður nú eftir að 139 milljónir norskra kr. eða um 2,5 milljarðar kr. rúlli inn á reikning sinn frá Kaupþingi. Bankinn hefur samykkt að greiða þessa upphæð til Sveaas en hún fraus inni í Kaupþingi þegar bankinn hrundi s.l. haust. Samkvæmt reglum bankatryggingarsjóðsins hérlendis voru innistæður sem þessar aðeins tryggðar upp að 2 milljónum norskra kr. eða 36 milljónum kr. og fær því Sveaas umtalsverða fjárhæð umfram trygginguna. Samkvæmt umfjöllun í Finansavisen hefur skilanefnd Kaupþings sent norska fjármálaeftirlitinu skýrslu þar sem segir m.a. að þessar 139 milljónir norskra kr. sem Sveaas átti inni hjá Kaupþingi í fyrra var innlögn í dollurum á reikning hans frá norskum viðskiptavini Kaupþings sem var með stórar lánaskuldabindingar á Íslandi. Segir að málið verði leyst í samvinnu Sveaas og skilanefndarinnar. Sveaas segir í tölvupósti við Finansavisen að Kistefor AS (fjárfestingarfélag Sveaas, innsk. blm) eigi 20 milljón dollara inni í Kaupþingi. „Að öðru leyti hef ég ekkert að segja og góða helgi í snjókomunni," segir í póstinum. Fram kemur að Sveaas skuldaði einnig Kaupþingi meir en 20 milljónir dollara á þeim tímapunkti sem fyrrgreind upphæð kom inn á reikning hans. Finansavisen segir að Kistefor geti skuldajafnað þeirri upphæð á móti því sem hann fær frá skilanefndinni. Sveaas er meðal þekktari fjárfesta í Noregi og hefur setið í stjórnum margra stórfyrirtækja þar, m.a. Orkla Group og Stolt-Nielsen. Þá er hann meðlimur Deans Council við stjórnunarskóla John F. Kennedy í Harvard háskólanum. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norski fjárfestirinn Christian Sveaas bíður nú eftir að 139 milljónir norskra kr. eða um 2,5 milljarðar kr. rúlli inn á reikning sinn frá Kaupþingi. Bankinn hefur samykkt að greiða þessa upphæð til Sveaas en hún fraus inni í Kaupþingi þegar bankinn hrundi s.l. haust. Samkvæmt reglum bankatryggingarsjóðsins hérlendis voru innistæður sem þessar aðeins tryggðar upp að 2 milljónum norskra kr. eða 36 milljónum kr. og fær því Sveaas umtalsverða fjárhæð umfram trygginguna. Samkvæmt umfjöllun í Finansavisen hefur skilanefnd Kaupþings sent norska fjármálaeftirlitinu skýrslu þar sem segir m.a. að þessar 139 milljónir norskra kr. sem Sveaas átti inni hjá Kaupþingi í fyrra var innlögn í dollurum á reikning hans frá norskum viðskiptavini Kaupþings sem var með stórar lánaskuldabindingar á Íslandi. Segir að málið verði leyst í samvinnu Sveaas og skilanefndarinnar. Sveaas segir í tölvupósti við Finansavisen að Kistefor AS (fjárfestingarfélag Sveaas, innsk. blm) eigi 20 milljón dollara inni í Kaupþingi. „Að öðru leyti hef ég ekkert að segja og góða helgi í snjókomunni," segir í póstinum. Fram kemur að Sveaas skuldaði einnig Kaupþingi meir en 20 milljónir dollara á þeim tímapunkti sem fyrrgreind upphæð kom inn á reikning hans. Finansavisen segir að Kistefor geti skuldajafnað þeirri upphæð á móti því sem hann fær frá skilanefndinni. Sveaas er meðal þekktari fjárfesta í Noregi og hefur setið í stjórnum margra stórfyrirtækja þar, m.a. Orkla Group og Stolt-Nielsen. Þá er hann meðlimur Deans Council við stjórnunarskóla John F. Kennedy í Harvard háskólanum.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf