Atvinnuleysi nær áður óþekktum hæðum í vor 12. febrúar 2009 12:26 Atvinnuleysi eykst nú hröðum skrefum og er útlit fyrir að það nái áður óþekktum hæðum á vordögum, að því er segir í Morgunkorni greiningar Glitnis. Nú eru yfir 14.700 manns atvinnulausir á landinu samkvæmt tölu á vefsíðu Vinnumálastofnunnar en það er rétt tæplega 9% af mannaflanum á vinnumarkaðinum. Í Morgunkorninu er vitnað til yfirlits um stöðuna sem Vinnumálastofnun birti í gær á vinnumarkaði í janúar. Kemur þar fram að skráð atvinnuleysi í mánuðinum var að meðaltali 6,6%, sem jafngildir því að 2,554 manns hafi að jafnaði verð án vinnu. Þetta er hæsta atvinnuleysishlutfall frá ársbyrjun 1995, þegar atvinnuleysi nam 6,8% af vinnuaflinu. Ólíkt því sem þá var er atvinnuleysi nú ört vaxandi og útlit fyrir að það fari í eða yfir 10% fyrir sumarið. Fram kemur í yfirliti Vinnumálastofnunar að um síðustu mánaðamót voru 2.136 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í hlutastörfum. Samsvarar þetta tæplega fimmtungi þeirra sem skráðir voru atvinnulausir í janúarlok. Ríflega helmingur þessa fólks fær greiddan hluta atvinnuleysisbóta í samræmi við það sem vantar upp á fullt starfshlutfall, samkvæmt lögum um hlutabætur sem sett voru í nóvember síðastliðnum. Þessi hópur hefur vaxið ört, en móttakendur slíkra bóta voru 668 í desemberlok og 210 í lok nóvember. Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Atvinnuleysi eykst nú hröðum skrefum og er útlit fyrir að það nái áður óþekktum hæðum á vordögum, að því er segir í Morgunkorni greiningar Glitnis. Nú eru yfir 14.700 manns atvinnulausir á landinu samkvæmt tölu á vefsíðu Vinnumálastofnunnar en það er rétt tæplega 9% af mannaflanum á vinnumarkaðinum. Í Morgunkorninu er vitnað til yfirlits um stöðuna sem Vinnumálastofnun birti í gær á vinnumarkaði í janúar. Kemur þar fram að skráð atvinnuleysi í mánuðinum var að meðaltali 6,6%, sem jafngildir því að 2,554 manns hafi að jafnaði verð án vinnu. Þetta er hæsta atvinnuleysishlutfall frá ársbyrjun 1995, þegar atvinnuleysi nam 6,8% af vinnuaflinu. Ólíkt því sem þá var er atvinnuleysi nú ört vaxandi og útlit fyrir að það fari í eða yfir 10% fyrir sumarið. Fram kemur í yfirliti Vinnumálastofnunar að um síðustu mánaðamót voru 2.136 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í hlutastörfum. Samsvarar þetta tæplega fimmtungi þeirra sem skráðir voru atvinnulausir í janúarlok. Ríflega helmingur þessa fólks fær greiddan hluta atvinnuleysisbóta í samræmi við það sem vantar upp á fullt starfshlutfall, samkvæmt lögum um hlutabætur sem sett voru í nóvember síðastliðnum. Þessi hópur hefur vaxið ört, en móttakendur slíkra bóta voru 668 í desemberlok og 210 í lok nóvember.
Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf