Ríkisstjórnin fann breiðu bökin 23. desember 2009 06:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin segist vilja finna breiðu bökin til þess að bera hærri skatta og hlífa öðrum. Afraksturinn sem við sjáum nú í nýjum skattalögum sýnir að stjórnin er ekki mjög fundvís á þessa hluti. Skattarnir hækka hjá öllum, líka þeim sem hafa lægstu launin. Og í sumum skattalagabreytingum virðist ríkisstjórninni hafa lánast það að slæma högginu einkanlega þar sem síst skyldi. Nýju lögin um orku- og auðlindaskatta eru dæmi um þetta. Þar virðist ótrúlega margt gert með öfugum klónum, eins og neðangreind dæmi sýna: 1. Þetta eru ekki eiginlegir orku- né auðlindaskattar. Þetta eru bara skattahækkanir í dularbúningi þar sem óorði er komið á umhverfismál í leiðinni. 2. Eldsneytisskattar og kolefnisgjöld hækka eldsneyti, bensín og olíu. Þessi gjöld hækka um allt að 50% á þessu ári. Þetta bitnar einkanlega á flutningskostnaði á landsbyggðinni. Þar með hækkar vöruverðið sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem það er þó oft hæst fyrir. 3. Gjaldtökuaðferð ríkisstjórnarinnar er þannig samansett gagnvart hitaveitum, að það leiðir til mestrar hækkunar þar sem verðið er hæst fyrir. Enn er það landsbyggðin sem blæðir. 4. Gjöldin hækka mjög rekstrarkostnað fjölskyldubíls, sem almenningur getur ekki verið án. Ný skattlagning á þessu ári eykur rekstrarkostnaðinn um 40 til 50 þúsund krónur á venjulegum bíl. 5. Að mati þeirra sem gleggst þekkja til, er nýi skatturinn þungt högg á nýsköpunarfyrirtækin, sem ríkisstjórnin þykist þó styðja. Sem sagt ekkert að marka þær stuðningsyfirlýsingar. 6. Þessi skattlagning skerðir samkeppnisstöðu útflutningsgreina okkar, sjávarútvegs og iðnaðar til dæmis, en hjálpar útlendu fyrirtækjunum sem við keppum við. Stuðlar því að fækkun starfa. 7. Gjaldtakan bitnar mjög á ferðaþjónustunni, hækkar fargjöld, fælir erlenda ferðamenn frá landinu og skerðir þannig útflutningstekjur og atvinnusköpun. Ferðalög Íslendinga verða dýrari. Allt þetta kallar ríkisstjórnin að skattleggja breiðu bökin og félagslegt réttlæti. Einkennileg er hennar réttlætiskennd. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin segist vilja finna breiðu bökin til þess að bera hærri skatta og hlífa öðrum. Afraksturinn sem við sjáum nú í nýjum skattalögum sýnir að stjórnin er ekki mjög fundvís á þessa hluti. Skattarnir hækka hjá öllum, líka þeim sem hafa lægstu launin. Og í sumum skattalagabreytingum virðist ríkisstjórninni hafa lánast það að slæma högginu einkanlega þar sem síst skyldi. Nýju lögin um orku- og auðlindaskatta eru dæmi um þetta. Þar virðist ótrúlega margt gert með öfugum klónum, eins og neðangreind dæmi sýna: 1. Þetta eru ekki eiginlegir orku- né auðlindaskattar. Þetta eru bara skattahækkanir í dularbúningi þar sem óorði er komið á umhverfismál í leiðinni. 2. Eldsneytisskattar og kolefnisgjöld hækka eldsneyti, bensín og olíu. Þessi gjöld hækka um allt að 50% á þessu ári. Þetta bitnar einkanlega á flutningskostnaði á landsbyggðinni. Þar með hækkar vöruverðið sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem það er þó oft hæst fyrir. 3. Gjaldtökuaðferð ríkisstjórnarinnar er þannig samansett gagnvart hitaveitum, að það leiðir til mestrar hækkunar þar sem verðið er hæst fyrir. Enn er það landsbyggðin sem blæðir. 4. Gjöldin hækka mjög rekstrarkostnað fjölskyldubíls, sem almenningur getur ekki verið án. Ný skattlagning á þessu ári eykur rekstrarkostnaðinn um 40 til 50 þúsund krónur á venjulegum bíl. 5. Að mati þeirra sem gleggst þekkja til, er nýi skatturinn þungt högg á nýsköpunarfyrirtækin, sem ríkisstjórnin þykist þó styðja. Sem sagt ekkert að marka þær stuðningsyfirlýsingar. 6. Þessi skattlagning skerðir samkeppnisstöðu útflutningsgreina okkar, sjávarútvegs og iðnaðar til dæmis, en hjálpar útlendu fyrirtækjunum sem við keppum við. Stuðlar því að fækkun starfa. 7. Gjaldtakan bitnar mjög á ferðaþjónustunni, hækkar fargjöld, fælir erlenda ferðamenn frá landinu og skerðir þannig útflutningstekjur og atvinnusköpun. Ferðalög Íslendinga verða dýrari. Allt þetta kallar ríkisstjórnin að skattleggja breiðu bökin og félagslegt réttlæti. Einkennileg er hennar réttlætiskennd. Höfundur er alþingismaður.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun