Stjórar Kaupþings í Bretlandi með 3 milljarða í laun 27. apríl 2009 11:13 Ernst & Young stjórnendur Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafa fengið tæpar 16 milljónir punda í laun, eða um 3 milljarða kr., á þeim sex mánuðum sem þeir hafa annast málefni bankans. Ofan á þessa upphæð leggst síðan 20% virðisaukaskattur. Þetta kemur fram í sunnudagsútgáfu The Guardian. Þar segir jafnframt að Ernst & Young hafi farið fram á það við dómstóla að stjórn þeirra á Singer & Friedlander verði framlengd úr einu ári og í þrjú ár eða fram til 7. október 2012. Ástæðan er sögð að flóknara sé að greiða úr málum bankans en áður var talið. Stjórnendurnir hafa tekið þá ákvörðun að hætta við 90 milljón punda eða 17,5 milljarða kr. frekari lánveitingar til snekkjukaupa sem ákveðin höfðu verið á velmektardögum bankans. Þegar eru útistandandi 200 milljónir punda eða 38 milljarðar í snekkjulánum hjá bankanum. Þá hefur verið ákveðið að setja listaverksafn Singer & Friedlander á uppboð og einnig á að selja innanstokksmuni og tölvubúnað bankans. Lánasafn bankans hljóðaði upp á alls tæplega 3 milljarða punda eða um 570 milljarða kr. þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi hans s.l. haust. Þar af voru 864 milljónir punda í fasteignalánum. Ernst & Young segja að fasteignalánin hafi einkum verið veitt á árinu 2007 þegar fasteignamarkaðurinn var í toppi. Því séu lánin nú að megninu til yfir 100% hærri en nemur verðmæti eignanna. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ernst & Young stjórnendur Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafa fengið tæpar 16 milljónir punda í laun, eða um 3 milljarða kr., á þeim sex mánuðum sem þeir hafa annast málefni bankans. Ofan á þessa upphæð leggst síðan 20% virðisaukaskattur. Þetta kemur fram í sunnudagsútgáfu The Guardian. Þar segir jafnframt að Ernst & Young hafi farið fram á það við dómstóla að stjórn þeirra á Singer & Friedlander verði framlengd úr einu ári og í þrjú ár eða fram til 7. október 2012. Ástæðan er sögð að flóknara sé að greiða úr málum bankans en áður var talið. Stjórnendurnir hafa tekið þá ákvörðun að hætta við 90 milljón punda eða 17,5 milljarða kr. frekari lánveitingar til snekkjukaupa sem ákveðin höfðu verið á velmektardögum bankans. Þegar eru útistandandi 200 milljónir punda eða 38 milljarðar í snekkjulánum hjá bankanum. Þá hefur verið ákveðið að setja listaverksafn Singer & Friedlander á uppboð og einnig á að selja innanstokksmuni og tölvubúnað bankans. Lánasafn bankans hljóðaði upp á alls tæplega 3 milljarða punda eða um 570 milljarða kr. þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi hans s.l. haust. Þar af voru 864 milljónir punda í fasteignalánum. Ernst & Young segja að fasteignalánin hafi einkum verið veitt á árinu 2007 þegar fasteignamarkaðurinn var í toppi. Því séu lánin nú að megninu til yfir 100% hærri en nemur verðmæti eignanna.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira