Stjórar Kaupþings í Bretlandi með 3 milljarða í laun 27. apríl 2009 11:13 Ernst & Young stjórnendur Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafa fengið tæpar 16 milljónir punda í laun, eða um 3 milljarða kr., á þeim sex mánuðum sem þeir hafa annast málefni bankans. Ofan á þessa upphæð leggst síðan 20% virðisaukaskattur. Þetta kemur fram í sunnudagsútgáfu The Guardian. Þar segir jafnframt að Ernst & Young hafi farið fram á það við dómstóla að stjórn þeirra á Singer & Friedlander verði framlengd úr einu ári og í þrjú ár eða fram til 7. október 2012. Ástæðan er sögð að flóknara sé að greiða úr málum bankans en áður var talið. Stjórnendurnir hafa tekið þá ákvörðun að hætta við 90 milljón punda eða 17,5 milljarða kr. frekari lánveitingar til snekkjukaupa sem ákveðin höfðu verið á velmektardögum bankans. Þegar eru útistandandi 200 milljónir punda eða 38 milljarðar í snekkjulánum hjá bankanum. Þá hefur verið ákveðið að setja listaverksafn Singer & Friedlander á uppboð og einnig á að selja innanstokksmuni og tölvubúnað bankans. Lánasafn bankans hljóðaði upp á alls tæplega 3 milljarða punda eða um 570 milljarða kr. þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi hans s.l. haust. Þar af voru 864 milljónir punda í fasteignalánum. Ernst & Young segja að fasteignalánin hafi einkum verið veitt á árinu 2007 þegar fasteignamarkaðurinn var í toppi. Því séu lánin nú að megninu til yfir 100% hærri en nemur verðmæti eignanna. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ernst & Young stjórnendur Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafa fengið tæpar 16 milljónir punda í laun, eða um 3 milljarða kr., á þeim sex mánuðum sem þeir hafa annast málefni bankans. Ofan á þessa upphæð leggst síðan 20% virðisaukaskattur. Þetta kemur fram í sunnudagsútgáfu The Guardian. Þar segir jafnframt að Ernst & Young hafi farið fram á það við dómstóla að stjórn þeirra á Singer & Friedlander verði framlengd úr einu ári og í þrjú ár eða fram til 7. október 2012. Ástæðan er sögð að flóknara sé að greiða úr málum bankans en áður var talið. Stjórnendurnir hafa tekið þá ákvörðun að hætta við 90 milljón punda eða 17,5 milljarða kr. frekari lánveitingar til snekkjukaupa sem ákveðin höfðu verið á velmektardögum bankans. Þegar eru útistandandi 200 milljónir punda eða 38 milljarðar í snekkjulánum hjá bankanum. Þá hefur verið ákveðið að setja listaverksafn Singer & Friedlander á uppboð og einnig á að selja innanstokksmuni og tölvubúnað bankans. Lánasafn bankans hljóðaði upp á alls tæplega 3 milljarða punda eða um 570 milljarða kr. þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi hans s.l. haust. Þar af voru 864 milljónir punda í fasteignalánum. Ernst & Young segja að fasteignalánin hafi einkum verið veitt á árinu 2007 þegar fasteignamarkaðurinn var í toppi. Því séu lánin nú að megninu til yfir 100% hærri en nemur verðmæti eignanna.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira