Vilja minnka vægi dollars í alþjóðagaldeyriskerfinu 26. mars 2009 12:23 Ráðamenn í ýmsum helstu nýmarkaðshagkerfum heims kalla nú eftir breytingum á alþjóðagjaldeyriskerfinu sem miða að því að minnka vægi Bandaríkjadollars sem helstu forðamyntar heims. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að Rússar áformi að leggja til á fundi G20 ríkjanna, 20 helstu iðnríkja heims, að ný forðamynt verði búin til sem ekki tengist tilteknu landi. Yfirvöld í Kína hafa tekið í svipaðan streng og viðrað hugmyndir um að innanhússmynteining Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), SDR, fái aukið vægi sem forðamynt. SDR er raunar ekki fullburða mynt, heldur eins konar ávísun á myntkörfu helstu gjaldmiðla heims sem aðildarríki sjóðsins fá úthlutað í samræmi við kvóta sína hjá honum. Ýmsir telja þó að hægt væri að skapa SDR traustari grundvöll sem raunveruleg mynt með samstilltu átaki aðildarríkja AGS. Verður fróðlegt að fylgjast með hversu mikið brautargengi hugmyndir Rússa og Kínverja fá á G20 fundinum sem hefst 2. apríl næstkomandi í London. Breytingar á stöðu dollarans sem forðamyntar gætu haft veruleg áhrif á gengi hans. Nálega tveir þriðjuhlutar gjaldeyrisforða ríkja heims eru geymdir í dollaraeignum og ber dollarinn höfuð og herðar yfir evruna að þessu leyti, en ríflega fjórðungur gjaldeyrisforða heimsins er geymdur í evrum. Til að mynda nam dollaraeign Kínverja einna u.þ.b. 739 milljörðum dollara í lok janúar síðastliðins, eða sem samsvarar rúmum 5% af landsframleiðslu Bandaríkjanna í fyrra. Í ljósi mikillar skuldasöfnunar Bandaríkjanna undanfarin ár og þess hversu grátt kreppan leikur nú landið telja ýmsir að þessi sérstaða dollarans sé óheppileg fyrir alþjóða fjármálakerfið. Raunar má segja að staða Bandaríkjadollara sem helstu forðamyntar heims hafi reynst Bandaríkjamönnum blendin blessun, því þeim hefur reynst auðveldara en ella að safna miklum skuldum vegna þess hversu fús stór nýmarkaðsríki og önnur lönd með afgang af utanríkisviðskiptum hafa verið til að kaupa skuldabréf þeirra fyrir gjaldeyrisforða sinn. Hins vegar má segja að seðlabankar stærstu nýmarkaðsríkjanna séu í ákveðinni sjálfheldu með dollaraeignir sínar þar sem umfangsmikil sala þeirra á mörkuðum, og gengisfall dollarans í kjölfarið, rýrna til muna þann gjaldeyrisforða sem eftir stæði. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ráðamenn í ýmsum helstu nýmarkaðshagkerfum heims kalla nú eftir breytingum á alþjóðagjaldeyriskerfinu sem miða að því að minnka vægi Bandaríkjadollars sem helstu forðamyntar heims. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að Rússar áformi að leggja til á fundi G20 ríkjanna, 20 helstu iðnríkja heims, að ný forðamynt verði búin til sem ekki tengist tilteknu landi. Yfirvöld í Kína hafa tekið í svipaðan streng og viðrað hugmyndir um að innanhússmynteining Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), SDR, fái aukið vægi sem forðamynt. SDR er raunar ekki fullburða mynt, heldur eins konar ávísun á myntkörfu helstu gjaldmiðla heims sem aðildarríki sjóðsins fá úthlutað í samræmi við kvóta sína hjá honum. Ýmsir telja þó að hægt væri að skapa SDR traustari grundvöll sem raunveruleg mynt með samstilltu átaki aðildarríkja AGS. Verður fróðlegt að fylgjast með hversu mikið brautargengi hugmyndir Rússa og Kínverja fá á G20 fundinum sem hefst 2. apríl næstkomandi í London. Breytingar á stöðu dollarans sem forðamyntar gætu haft veruleg áhrif á gengi hans. Nálega tveir þriðjuhlutar gjaldeyrisforða ríkja heims eru geymdir í dollaraeignum og ber dollarinn höfuð og herðar yfir evruna að þessu leyti, en ríflega fjórðungur gjaldeyrisforða heimsins er geymdur í evrum. Til að mynda nam dollaraeign Kínverja einna u.þ.b. 739 milljörðum dollara í lok janúar síðastliðins, eða sem samsvarar rúmum 5% af landsframleiðslu Bandaríkjanna í fyrra. Í ljósi mikillar skuldasöfnunar Bandaríkjanna undanfarin ár og þess hversu grátt kreppan leikur nú landið telja ýmsir að þessi sérstaða dollarans sé óheppileg fyrir alþjóða fjármálakerfið. Raunar má segja að staða Bandaríkjadollara sem helstu forðamyntar heims hafi reynst Bandaríkjamönnum blendin blessun, því þeim hefur reynst auðveldara en ella að safna miklum skuldum vegna þess hversu fús stór nýmarkaðsríki og önnur lönd með afgang af utanríkisviðskiptum hafa verið til að kaupa skuldabréf þeirra fyrir gjaldeyrisforða sinn. Hins vegar má segja að seðlabankar stærstu nýmarkaðsríkjanna séu í ákveðinni sjálfheldu með dollaraeignir sínar þar sem umfangsmikil sala þeirra á mörkuðum, og gengisfall dollarans í kjölfarið, rýrna til muna þann gjaldeyrisforða sem eftir stæði.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira