Lögsókn hafin gegn gamla Glitni í Noregi 5. febrúar 2009 09:52 Fjórir af fyrrum viðskiptavinum Glitnis í Noregi, sem nú heitir BNbank, telja sig hlunnfarna af bankanum og ætla í mál gegn honum. Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no í dag. Um er að ræða kaup viðskiptavinanna á fjármálagerningi þar sem bankinn veitti þeim lán til að setja síðan inn á hávaxtareikning. Lögmaðurinn Solveig I. Lindemark segir að upplýsingar þær sem viðskiptavinirnir fengu hjá Glitni hafi verið "villandi, rangar og takmarkaðar. Þessum viðskiptum átti aldrei að mæla með, selja eða samþykkja," segir Lindemark. Viðskiptavinirnir fjórir sem um ræðir fjárfestu fyrir 3,6 milljónir norskra kr. eða um 60 milljónir kr. í þessum fjármálapakka Glitnis. "Skjólstæðingar mínir stóðu í þeirri trú að þetta væri sparnaðarleið fyrir þá," segir Lindemark. "Í staðinn var þetta lántaka þar sem féið var sett inn á hávaxtarekninga. Hver lánar fé til að setja inn á hávaxtareikninga?" spyr Lindemark. "Þetta er alger heimska." Fram kemur í ársuppgjöri Glitnis í Noregi fyrir síðasta ár að bankinn bauð og seldi svipaða fjármálapakka fyrir um 2,6 milljarða norskra kr. eða sem svarar til um 42 milljarða kr. Björn Richard Johansen fjölmiðlafulltrúi BNbank vill ekki tjá sig um málið þar sem þetta er dómsmál og vísar að öðru leyti til uppgjörsins. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjórir af fyrrum viðskiptavinum Glitnis í Noregi, sem nú heitir BNbank, telja sig hlunnfarna af bankanum og ætla í mál gegn honum. Þetta kemur fram á vefsíðunni e24.no í dag. Um er að ræða kaup viðskiptavinanna á fjármálagerningi þar sem bankinn veitti þeim lán til að setja síðan inn á hávaxtareikning. Lögmaðurinn Solveig I. Lindemark segir að upplýsingar þær sem viðskiptavinirnir fengu hjá Glitni hafi verið "villandi, rangar og takmarkaðar. Þessum viðskiptum átti aldrei að mæla með, selja eða samþykkja," segir Lindemark. Viðskiptavinirnir fjórir sem um ræðir fjárfestu fyrir 3,6 milljónir norskra kr. eða um 60 milljónir kr. í þessum fjármálapakka Glitnis. "Skjólstæðingar mínir stóðu í þeirri trú að þetta væri sparnaðarleið fyrir þá," segir Lindemark. "Í staðinn var þetta lántaka þar sem féið var sett inn á hávaxtarekninga. Hver lánar fé til að setja inn á hávaxtareikninga?" spyr Lindemark. "Þetta er alger heimska." Fram kemur í ársuppgjöri Glitnis í Noregi fyrir síðasta ár að bankinn bauð og seldi svipaða fjármálapakka fyrir um 2,6 milljarða norskra kr. eða sem svarar til um 42 milljarða kr. Björn Richard Johansen fjölmiðlafulltrúi BNbank vill ekki tjá sig um málið þar sem þetta er dómsmál og vísar að öðru leyti til uppgjörsins.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira