Playboy hefur ákveðið að setja úrval af tímaritasafni sínu á netið og er ókeypis fyrir alla að skoða herlegheitin. Tímaritin sem hér um ræðir spanna útgáfuna frá árinu 1954 og fram til ársins 2006.
Samkvæmt frétt um málið á business.dk er það netfyrirtækið Bondi Digital Publishing sem stendur að baki þessari netútgáfu Playboy.
Samhliða þessu hefur Bondi gefið út yfirlýsingu um að eldri tölublöð tónlistartímaritsins Rolling Stone verði einnig aðgengileg á netinu í sumar.
Til þess að geta skoðað hin gömlu Playboy rit verður viðkomandi að hafa forritið Silverlight frá Microsoft en boðið er upp á það á slóðinni sem ritinu eru á. Slóðin er http://playboy.covertocover.com/
Það fylgir sögunni að því miður sé ekki að finna hið þjóðsagnakennda fyrsta tölublað Playboy á slóðinni en forsíða þess skartaði leikkonunni Marilyn Monroe.