BayernLB vill gefa Austurríki banka í jólagjöf 11. desember 2009 13:47 Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að BayernLB hafi fest kaup á Hypo Group áður en fjármálakreppan skall á. Hypo var með umfangsmikla lánastarfsemi í austurhluta Evrópu og BayernLB vildi komast inn á þann markað. Eftir að kreppan skall á harnaði verulega á dalnum hjá Hypo Group enda urðu löndin í austurhluta Evrópu harkalega fyrir barðinu á henni. Hypo þurfti að afskrifa hvert lánið á fætur öðru og nú er svo komið að búið er að skutla bankanum inn á gjörgæsludeild. Fái bankinn ekki 1,5 miljarða evra í nýju fjármagni eru dagar hans taldir. Fjármálaráðherra Bæjaralands, Georg Fahrenschon, telur að Austurríkismenn eigi að hósta þessu fé upp gegn því að fá bankann aftur í sínar hendur. Austurríkismenn eru lítt hrifnir af þessum áformum og var haft eftir talsmanni austurríska fjármálaráðuneytisins í þýska blaðinu Handelsblatt að Þjóðverjar ættu bankann og gætu ekki bara gefið hann frá sér. Tilraunir Þjóðverjanna til að gefa Hypo Group frá sér þykja minna mikið á það spilavítisandrúmsloft sem ríkti í hinum opinbera hluta þýska bankakerfisins árin fyrir fjármálakreppuna, andrúmsloft sem færði marga opinbera þýska banka á brún gjaldþrota. Bankastjórar þeirra spiluðu fjárhættuspil með peninga skattborgara með fyrrgreindum afleiðingum. Nú er stund reikningsskilanna runnin upp. Lögreglu- og ákæruyfirvöld í Þýskalandi hafa ráðist til inngöngu í marga banka í húsleitir og handtökur. Mikil vinna er í gangi við að finna út hverjir bera ábyrgð á sukkinu og tapinu. Á meðan þessi vinna stendur yfir kasta austurrísk og bæverks yfirvöld Hypo Group á milli sín og bíða þess hvor verði svartipétur í því spili. Líklega endar reikningurinn á borði skattborgara í báðum löndum. Fjármálaráðherra Austurríkis hefur gefið í skyn að fjárstuðningur við Hypo Group sé í spilunum ef stjórn BayernLB viðurkenni ábyrgð sína á bankanum. Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að BayernLB hafi fest kaup á Hypo Group áður en fjármálakreppan skall á. Hypo var með umfangsmikla lánastarfsemi í austurhluta Evrópu og BayernLB vildi komast inn á þann markað. Eftir að kreppan skall á harnaði verulega á dalnum hjá Hypo Group enda urðu löndin í austurhluta Evrópu harkalega fyrir barðinu á henni. Hypo þurfti að afskrifa hvert lánið á fætur öðru og nú er svo komið að búið er að skutla bankanum inn á gjörgæsludeild. Fái bankinn ekki 1,5 miljarða evra í nýju fjármagni eru dagar hans taldir. Fjármálaráðherra Bæjaralands, Georg Fahrenschon, telur að Austurríkismenn eigi að hósta þessu fé upp gegn því að fá bankann aftur í sínar hendur. Austurríkismenn eru lítt hrifnir af þessum áformum og var haft eftir talsmanni austurríska fjármálaráðuneytisins í þýska blaðinu Handelsblatt að Þjóðverjar ættu bankann og gætu ekki bara gefið hann frá sér. Tilraunir Þjóðverjanna til að gefa Hypo Group frá sér þykja minna mikið á það spilavítisandrúmsloft sem ríkti í hinum opinbera hluta þýska bankakerfisins árin fyrir fjármálakreppuna, andrúmsloft sem færði marga opinbera þýska banka á brún gjaldþrota. Bankastjórar þeirra spiluðu fjárhættuspil með peninga skattborgara með fyrrgreindum afleiðingum. Nú er stund reikningsskilanna runnin upp. Lögreglu- og ákæruyfirvöld í Þýskalandi hafa ráðist til inngöngu í marga banka í húsleitir og handtökur. Mikil vinna er í gangi við að finna út hverjir bera ábyrgð á sukkinu og tapinu. Á meðan þessi vinna stendur yfir kasta austurrísk og bæverks yfirvöld Hypo Group á milli sín og bíða þess hvor verði svartipétur í því spili. Líklega endar reikningurinn á borði skattborgara í báðum löndum. Fjármálaráðherra Austurríkis hefur gefið í skyn að fjárstuðningur við Hypo Group sé í spilunum ef stjórn BayernLB viðurkenni ábyrgð sína á bankanum.
Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira