Viðskipti erlent

Icelandair skrefi nær að eignast hlut í CSA

Icelandair komst skrefi nær því í dag að eignast hlut í tékkneska flugfélaginu Czech Airlines (CSA).

CSA er í ríkiseigu og í dag tilkynnti Miroslav Kalousek fjármálaráðherra Tékklands að það yrði flugfélagið Air France ásamt tékknesku félögunum Unimex og Travel Service sem fengju að halda áfram í aðra umferð samningaviðræðnanna um kaupin á CSA. Travel Service er dótturfélag í eigu Icelandair.

Samkvæmt frétt á Reuters eru rússneska flugfélagið Aeroflot og félagið Odien þar með úr sögunni hvað kaupin á CSA varðar.

Tékknesk stjórnvöld ætla að selja 91.5% hlut sinn í CSA en félagið er metið á um fimm milljarða tékkneskra króna eða um 30 milljarðar kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×