Viðskipti erlent

Nokia hótar að yfirgefa Finnland

Nokia, stærsti framleiðandi heimsins á farsímum, hótar því nú að flytja alla starfsemi sína frá Finnlandi. Þetta er sökum þess að stjórnvöld í Finnlandi hika nú við að samþykkja löggjöf sem gefur atvinnurekendum aðgang að tölvupóstum starfsmanna sinna.

Löggjöfin er mjög umdeild í Finnlandi og segja sérfræðingar þar að hún brjóti í bága við stjórnarskrá landsins. Nokia segir aftur á móti að löggjöfin sé nauðsynleg til að berjast gegn iðnaðarnjósnum innan fyrirtækisins.

Löggjöfin er þekkt í Finnlandi undir nafninu "lex Nokia" og kemur til atkvæðagreiðslu í finnska þinginu eftir um tvæ vikur.

Fari svo að Nokia geri alvöru úr hótun sinni munu um 16.000 manns tapa vinnu sinni í Finnlandi og finnsk ríkið verður af skatttekjum sem nema um 1,3 milljörðum evra eða hátt í 200 milljörðum kr. á ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×