Nomura Holdings, umsvifamesta fjármálafyrirtæki Japans, tapaði 709,4 milljörðum jena, jafnvirði 950 milljarða íslenskra króna, í fyrra.
Hrun á fjármálamörkuðum og kaup á þrotabúi bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers í Asíu, Evrópu og Mið-Austurlöndum skömmu eftir þrot bankans í september brenndu gat í bækur fyrirtækisins.
Hrun íslensku bankanna kemur sömuleiðis við sögu í þessu svarta ári Nomura en fyrirtækið sat á svokölluðum samúræjabréfum, skuldabréfum sem þeir gáfu út í jenum. - jab