Goodwin á von á meiri hremmingum 25. mars 2009 21:03 Ráðist var á heimili Freds Goodwin, fyrrverandi forstjóra Royal Bank of Scotland. Hópur sem segist standa að baki árás á heimili fyrrverandi forstjóra Royal Bank of Scotland í Edinborg í nótt segir það bara byrjunina. Hann og aðrir stjórnendur breskra banka í kröggum hafi skammtað sér fé og lifi í munaði meðan venjulegt fólk þjáist og eigi því að fara í steininn. Skemmdarverk voru unnin á heimili Freds Goodwin, fyrrverandi forstjóra Royal Bank of Scotland, í Edinborg í nótt. Rúður voru brotnar í húsinu og Mercedes bifreið fyrir utan dælduð og rúður í henni brotnar. Goodwin og fjölskylda hans voru ekki í húsinu og hafa ekki verið þar um nokkurt skeið að sögn nágranna sem Sky fréttastofan ræddi við. Fred Goodwin lét af störfum í haust þegar ljóst var að bankinn færi á hausinn án ríkisaðstoðar. Breska ríkið á nú um sjötíu prósenta hlut í bankanum. Í síðasta mánuði var tilkynnt að tap bankans í fyrra hefði verið ríflega 24 milljarðar punda, rúmlega fjögur þúsund milljarðar króna, sem er met í Bretlandi. Goodwin samdi um starfslok og gerir samningurinn ráð fyrir árlegri sjö hundruð þúsund punda greiðslu í lífeyrir sem jafngildir rúmum hundrað og sautján milljónum króna. Breskur almenningur og stjórnmálamenn, þar á meðal Gordon Brown forsætisráðherra, hafa krafist þess að Goodwin semji upp á nýtt um lægri greiðslu í ljósi tapsins. Goodwin hefur neitað því þó greiðslurnar hafi verið sagðar ósiðlegar. Nú hefur hópur sem gengur undir nafninu „Bankastjórar eru bófar" sent tölvupóst til kvöldblaðs í Edinborg og lýst skemmdarverkunum á hendur sér. Þar segir að liðsmenn hópsins séu reiðir vegna þess að fólk eins og Goodwin hafi skammtað sér fé ótæpilega og búi við munað meðan venjulegt fólk missi vinnuna og sé orðið bjargar- og heimilislaust. Þetta sé glæpur og það eigi að setja stjórnendur bankanna í steininn. Árásin á heimili Goodwins sé bara byrjunin. Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hópur sem segist standa að baki árás á heimili fyrrverandi forstjóra Royal Bank of Scotland í Edinborg í nótt segir það bara byrjunina. Hann og aðrir stjórnendur breskra banka í kröggum hafi skammtað sér fé og lifi í munaði meðan venjulegt fólk þjáist og eigi því að fara í steininn. Skemmdarverk voru unnin á heimili Freds Goodwin, fyrrverandi forstjóra Royal Bank of Scotland, í Edinborg í nótt. Rúður voru brotnar í húsinu og Mercedes bifreið fyrir utan dælduð og rúður í henni brotnar. Goodwin og fjölskylda hans voru ekki í húsinu og hafa ekki verið þar um nokkurt skeið að sögn nágranna sem Sky fréttastofan ræddi við. Fred Goodwin lét af störfum í haust þegar ljóst var að bankinn færi á hausinn án ríkisaðstoðar. Breska ríkið á nú um sjötíu prósenta hlut í bankanum. Í síðasta mánuði var tilkynnt að tap bankans í fyrra hefði verið ríflega 24 milljarðar punda, rúmlega fjögur þúsund milljarðar króna, sem er met í Bretlandi. Goodwin samdi um starfslok og gerir samningurinn ráð fyrir árlegri sjö hundruð þúsund punda greiðslu í lífeyrir sem jafngildir rúmum hundrað og sautján milljónum króna. Breskur almenningur og stjórnmálamenn, þar á meðal Gordon Brown forsætisráðherra, hafa krafist þess að Goodwin semji upp á nýtt um lægri greiðslu í ljósi tapsins. Goodwin hefur neitað því þó greiðslurnar hafi verið sagðar ósiðlegar. Nú hefur hópur sem gengur undir nafninu „Bankastjórar eru bófar" sent tölvupóst til kvöldblaðs í Edinborg og lýst skemmdarverkunum á hendur sér. Þar segir að liðsmenn hópsins séu reiðir vegna þess að fólk eins og Goodwin hafi skammtað sér fé ótæpilega og búi við munað meðan venjulegt fólk missi vinnuna og sé orðið bjargar- og heimilislaust. Þetta sé glæpur og það eigi að setja stjórnendur bankanna í steininn. Árásin á heimili Goodwins sé bara byrjunin.
Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira