Þessi niðursveifla er framhald af því sem gerðist við lokun markaða á Wall Street í gærkvöldi og smitaði út frá sér til Asíumarkaða í nótt og Evrópumarkaða í morgun.
Það sem veldur þessum óróa og niðursveiflum, fyrir utan skuldakreppuna í S-Evrópu, eru bankavandamál á Spáni og áhyggjur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðuna þar. Þá hefur möguleikinn á því að stríð brjótist út milli Norður og Suður Kóreu aukið á taugatitringinn á Asíumörkuðunum.