Tvenns konar fjölbreytni 9. ágúst 2010 00:01 Hinn 30. júlí sl. ritar Súsanna Margrét Gestsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún ræðir þá gagnrýni sem fram hefur komið á nýjar innritunarreglur í framhaldsskólana. Kjarninn í máli hennar virðist mér vera sá að nýju reglurnar tryggi að í hverjum skóla verði nemendur með sem fjölbreytilegastan bakgrunn og mikilvægt sé að ýta undir slíka fjölbreytni, þannig sé hægt að vinna gegn fordómum og auka hæfni fólks til að vinna saman í fjölmenningarsamfélagi. Hún nefnir sérstaklega nemendur með annað móðurmál en íslensku og telur það mikilvægt uppeldisatriði að aðrir nemendur starfi við hliðina á þeim sem tala íslensku með erlendum hreim. Hér er sitthvað sem orkar tvímælis. Fyrir það fyrsta er mér til efs að þetta sé skilvirk aðferð til að vinna gegn fordómum og fá fólk af ólíkum uppruna til að vinna saman. Markviss fræðsla og áróður virðist í fljótu bragði mun líklegri til árangurs. Í öðru lagi verður ekki betur séð en hugmyndafræði sú sem nýju reglurnar byggja á leiði til einsleitni framhaldsskólanna og vinni því gegn tilgangi framhaldsskólalaganna. Til að allir skólarnir geti tekið á móti svipuðum nemendahópum þurfa þeir að hafa sambærilega uppbyggingu svo sem almenna braut sem tekur við nemendum með skerta námsgetu og námsbraut sem tekur við nemendum af erlendum uppruna. Einnig hlýtur að vera gert ráð fyrir að þeim nemendum sem hyggja á langskólanám sé sinnt með viðunandi hætti og jafnframt bjóði allir skólarnir upp á styttri starfstengdar námsbrautir fyrir þá sem slíkt nám hentar. Þá hlýtur einnig að vera gert ráð fyrir að boðið sé upp á listnám í öllum framhaldsskólunum sem og iðnmenntun. Nú er rétt að rifja upp það sem lá til grundvallar þeim innritunarreglum sem kastað var fyrir borð á síðasta ári. Markmið þeirra var að nemendur gætu farið í þann skóla sem félli best að þörfum þeirra og jafnframt ættu skólarnir að skapa sér sérstöðu, sérhæfa námsframboð sitt með einhverjum hætti. Með þessu móti ættu sem flestir nemendur kost á námi við sitt hæfi og á sínu áhugasviði. Gott dæmi um slíka sérstöðu er Borgarholtsskóli en þar starfar námsbraut sem sérhæfir sig í bílgreinum. Með gömlu innritunarreglunum hefði nemandi úr Kópavogi með áhuga á bílum getað sótt um skólavist í Borgarholtsskóla og stundað þar það nám sem hann hafði áhuga á. Nemendi úr Grafarvogi sem hefði hug á að fara í langskólanám að loknu stúdentspróf en teldi sér hæfa betur bekkjarkerfi en áfangakerfi gæti valið einhvern af bóknámsskólunum sem býður upp á bekkjarkerfi. Nú er hins vegar undir hælinn lagt hvort hægt sé að koma til móts við þessa nemendur. Gömlu innritunarreglurnar buðu því upp á fjölbreytni í framhaldsskólunum sem verður úr sögunni ef svo heldur fram sem horfir. Nú er það svo að ef skólar sérhæfa sig þá er óhjákvæmilegt að í þá safnist nemendur með lík áhugamál. Þannig er næsta víst að í Borgarholtsskóla sé að finna óvenjuhátt hlutfall nemenda með bíladellu. Í Fjölbrautaskólanum í Ármúla er rekinn sérstakur Heilbrigðisskóli. Þangað sækja væntanlega þeir sem hafa hug á að mennta sig til starfa innan heilbrigðisgeirans. Jafnframt er líklegt að í þá skóla sem sérhæfa sig í að undirbúa unglinga undir langskólanám sæki þeir sem hafa slíkt nám í huga. Þetta virðist Margrét telja að viðhaldi eða jafnvel ýti undir fordóma. Undirrituðum er fyrirmunað að sjá rökin fyrir því. Væri hægt að fá nánari skýringar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Hinn 30. júlí sl. ritar Súsanna Margrét Gestsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún ræðir þá gagnrýni sem fram hefur komið á nýjar innritunarreglur í framhaldsskólana. Kjarninn í máli hennar virðist mér vera sá að nýju reglurnar tryggi að í hverjum skóla verði nemendur með sem fjölbreytilegastan bakgrunn og mikilvægt sé að ýta undir slíka fjölbreytni, þannig sé hægt að vinna gegn fordómum og auka hæfni fólks til að vinna saman í fjölmenningarsamfélagi. Hún nefnir sérstaklega nemendur með annað móðurmál en íslensku og telur það mikilvægt uppeldisatriði að aðrir nemendur starfi við hliðina á þeim sem tala íslensku með erlendum hreim. Hér er sitthvað sem orkar tvímælis. Fyrir það fyrsta er mér til efs að þetta sé skilvirk aðferð til að vinna gegn fordómum og fá fólk af ólíkum uppruna til að vinna saman. Markviss fræðsla og áróður virðist í fljótu bragði mun líklegri til árangurs. Í öðru lagi verður ekki betur séð en hugmyndafræði sú sem nýju reglurnar byggja á leiði til einsleitni framhaldsskólanna og vinni því gegn tilgangi framhaldsskólalaganna. Til að allir skólarnir geti tekið á móti svipuðum nemendahópum þurfa þeir að hafa sambærilega uppbyggingu svo sem almenna braut sem tekur við nemendum með skerta námsgetu og námsbraut sem tekur við nemendum af erlendum uppruna. Einnig hlýtur að vera gert ráð fyrir að þeim nemendum sem hyggja á langskólanám sé sinnt með viðunandi hætti og jafnframt bjóði allir skólarnir upp á styttri starfstengdar námsbrautir fyrir þá sem slíkt nám hentar. Þá hlýtur einnig að vera gert ráð fyrir að boðið sé upp á listnám í öllum framhaldsskólunum sem og iðnmenntun. Nú er rétt að rifja upp það sem lá til grundvallar þeim innritunarreglum sem kastað var fyrir borð á síðasta ári. Markmið þeirra var að nemendur gætu farið í þann skóla sem félli best að þörfum þeirra og jafnframt ættu skólarnir að skapa sér sérstöðu, sérhæfa námsframboð sitt með einhverjum hætti. Með þessu móti ættu sem flestir nemendur kost á námi við sitt hæfi og á sínu áhugasviði. Gott dæmi um slíka sérstöðu er Borgarholtsskóli en þar starfar námsbraut sem sérhæfir sig í bílgreinum. Með gömlu innritunarreglunum hefði nemandi úr Kópavogi með áhuga á bílum getað sótt um skólavist í Borgarholtsskóla og stundað þar það nám sem hann hafði áhuga á. Nemendi úr Grafarvogi sem hefði hug á að fara í langskólanám að loknu stúdentspróf en teldi sér hæfa betur bekkjarkerfi en áfangakerfi gæti valið einhvern af bóknámsskólunum sem býður upp á bekkjarkerfi. Nú er hins vegar undir hælinn lagt hvort hægt sé að koma til móts við þessa nemendur. Gömlu innritunarreglurnar buðu því upp á fjölbreytni í framhaldsskólunum sem verður úr sögunni ef svo heldur fram sem horfir. Nú er það svo að ef skólar sérhæfa sig þá er óhjákvæmilegt að í þá safnist nemendur með lík áhugamál. Þannig er næsta víst að í Borgarholtsskóla sé að finna óvenjuhátt hlutfall nemenda með bíladellu. Í Fjölbrautaskólanum í Ármúla er rekinn sérstakur Heilbrigðisskóli. Þangað sækja væntanlega þeir sem hafa hug á að mennta sig til starfa innan heilbrigðisgeirans. Jafnframt er líklegt að í þá skóla sem sérhæfa sig í að undirbúa unglinga undir langskólanám sæki þeir sem hafa slíkt nám í huga. Þetta virðist Margrét telja að viðhaldi eða jafnvel ýti undir fordóma. Undirrituðum er fyrirmunað að sjá rökin fyrir því. Væri hægt að fá nánari skýringar?
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun