Kjóll sem að Hollywood goðsögnin Marilyn Monroe klæddist í myndinni Gentlemen Prefer Blonds eða Herramenn vilja blondínur hefur verið seldur á uppboði fyrir 30 milljónir króna.
Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail er kjóllinn, sem er úr bleiku satíni, sagður einn sá þekktasti í kvikmyndasögu Hollywood. Marilyn notaði hann einnig í myndinni Diamonds Are A Girls Best Friend.
Verðið sem fékkst var 10 milljónum króna hærra en reiknað var með.
Af öðru kvikmyndagóssi sem boðið var upp í Hollywood um helgina má nefna hattinn sem nornin í Galdrakarlinum frá Oz bar en sá var sleginn á 18 milljónir króna.