Sala á nýjum bifreiðum í Bretlandi jókst um fjórðung í síðasta mánuði. Þetta þykir benda til þess að jafnvægi sé að komast á í hagkerfinu þar. Skráningar á nýjum bílum jukust um 26,6% og voru 397,383 bifreiðar skráðar.
Innlendir bílar virðast vera vinsælir því Daily Telegraph hefur einnig þær upplýsingar frá Hagsmunasamtökum bílaframleiðanda að sala á bílum sem framleiddir eru í Bretlandi hafi aukist um 52%.
Þessar upplýsingar þykja styrkja stöðu bresku stjórnarinnar en kosningar fara fram í Bretlandi þann 6. maí næstkomandi.
