Sjælsö Gruppen yfirtekur 16 íbúðablokkir í Óðinsvéum 27. apríl 2010 08:55 Yfirtakan fór fram í samvinnu við Aareal Bank og verkefnið er að fullu fjármagnað. Stærsta fasteignafélag Danmörkur, Sjælsö Gruppen, tilkynnti í morgun að félagið hefði yfirtekið rekstur og byggingu á 16 íbúðablokkum í Óðinsvéum á Fjóni.Í frétt um málið á börsen.dk segir að um sé að ræða fasteignaverkefni sem heiti Promenade byen. Íbúðablokkirnar 16 eru hver með sinni eigin hönnun en tvær þeirra, Stævnen og Broen eru fullkláraðar og búið að leigja út 47 og 68 íbúðum í þeim.Flemming Joseph Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen segir að yfirtakan Promenade byen falli vel að rekstri félagsins. Þriðja blokkin, Sejlet, verður tilbúin í útleigu á næsta ári og þær sem eftir standa verða kláraðar eftir því sem leigjendur í þær finnast.Yfirtakan fór fram í samvinnu við Aareal Bank og verkefnið er að fullu fjármagnað. Yfirtakan hefur ekki áhrif á væntingar Sjælsö Gruppen um hagnað í ár. Eftir sem áður er gert ráð fyrir tapi á rekstrinum á bilinu 0-250 milljónir danskra kr.Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á síðunni er FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen. Eftir hlutafjáraukningu fyrr í vetur hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 100%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur.Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stærsta fasteignafélag Danmörkur, Sjælsö Gruppen, tilkynnti í morgun að félagið hefði yfirtekið rekstur og byggingu á 16 íbúðablokkum í Óðinsvéum á Fjóni.Í frétt um málið á börsen.dk segir að um sé að ræða fasteignaverkefni sem heiti Promenade byen. Íbúðablokkirnar 16 eru hver með sinni eigin hönnun en tvær þeirra, Stævnen og Broen eru fullkláraðar og búið að leigja út 47 og 68 íbúðum í þeim.Flemming Joseph Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen segir að yfirtakan Promenade byen falli vel að rekstri félagsins. Þriðja blokkin, Sejlet, verður tilbúin í útleigu á næsta ári og þær sem eftir standa verða kláraðar eftir því sem leigjendur í þær finnast.Yfirtakan fór fram í samvinnu við Aareal Bank og verkefnið er að fullu fjármagnað. Yfirtakan hefur ekki áhrif á væntingar Sjælsö Gruppen um hagnað í ár. Eftir sem áður er gert ráð fyrir tapi á rekstrinum á bilinu 0-250 milljónir danskra kr.Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér á síðunni er FIH bankinn orðinn einn af stærstu eigendum Sjælsö Gruppen. Eftir hlutafjáraukningu fyrr í vetur hjá Sjælsö á FIH bankinn 17% í félaginu en stærsti hluthafinn er SG Nord Holding með 25% hlut. SG Nord er svo aftur að hluta til, eða 100%, í eigu Cube Properties sem er skráð til heimilis á Kýpur.Cube Properties hét áður Novator Properties og var að 69% í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar gegnum félagið Samson Holdings. Þrotabú Samson Holding á nú um 60% af hlutunum í Cube Properties. Kröfuhafar Samson séu svo aftur íslenskir og þýskir bankar ásamt lífeyrisjóðum.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira