Ísland úr Efta - kjörin burt! 9. ágúst 2010 10:22 Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn föstudag. Hún heitir „Virkið í norðri" eftir frægu riti Gunnars M. Magnúss um hernám Íslands. ESB er samkvæmt þessari grein útþenslusinnað heimsveldi sem hyggst leggja undir sig Ísland. Ögmundur talar um að „herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island" og þarf ekki að hafa mörg orð um hugrenningatengslin sem slíkri orðanotkun er ætlað að vekja - eins og orðinu „lífsrými" sem skýtur líka upp kollinum. Ögmundur varar við gýligjöfum: „…ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Undir lok greinarinnar talar alþingismaðurinn um að við eigum að standa upprétt en ekki að vera „auðtrúa lítilmagni"; og svo fáum við hinn óhjákvæmilega varíant við frasann um barðan þræl og feitan þjón: „Þegar knékrjúpandi maður rís á fætur, hættir hann að vera lítill."Hernumdar þjóðir Danir, Frakkar, Austurríkismenn, Maltverjar, Ítalir, Búlgarir, Finnar, Englendingar, Írar, Belgar, Kýpverjar, Tékkar, Eistar, Þjóðverjar, Grikkir, Ungverjar, Lúxemborgarar, Spánverjar, Svíar… þetta eru hernumdar þjóðir. Þetta eru auðtrúa lítilmagnar. Þetta eru knékrjúpandi menn. Danir kunna að virðast ligeglad með sitt smörrebröð og et par bajere, en það er bara plat því þetta er buguð þjóð undir járnhæl Evrópusambandsins. Frakkar kunna að virðast montnir með allt sitt savoir-faire og haute couture og sil-vous-plait - en Ögmundur veit betur: þetta eru knékrjúpandi menn. Írarnir geta svo sem gaulað endalaust þessa sjálfstæðissöngva sína en í þeirra brjósti á frelsið ekki heima: Feitir þjónar. Og Svíarnir líta kannski út fyrir að vera voða pottþéttir og jättebra en velferðin hjá þeim er bara glerperlur og eldvatn sem þeir hafa fengið: þeir eru nefnilega auðtrúa lítilmagnar. „Festung Island"… „Lífsrými"… Orðbragð Ögmundar Jónassonar spilar á sömu kenndir og merkið sem ég sá á heimasíðu skoðanasystkina hans í samtökum sem kalla sig „Rauðan vettvang": þar er búið að taka burt stjörnurnar úr merki ESB og setja hakakrossa í staðinn. Ætli sé ekki leitun að þjóð sem hefur sýnt Íslendingum jafn mikla skilmálalausa vinsemd og Þjóðverjar. Dylgjur af þessu tagi frá einum helsta áhrifamanni íslenskra stjórnmála eru sérlega óviðkunnanlegar og hreinlega asnalegar.Eia eldvatn! Eia glerperlur! Ögmundur Jónasson líkir í grein sinni aðildarviðræðum ESB og Íslendinga við það þegar þjóðarmorð var framið á frumbyggjum Norður Ameríku og þeir ginntir í samningum til að láta land sitt af hendi fyrir glerperlur og eldvatn, eins og hann orðar það. Í fyrsta lagi gera svona samlíkingar lítið úr hryllilegum atburðum sem við eigum að fjalla um af virðingu fyrir raunverulegum fórnarlömbum raunverulegs hernaðar. Í öðru lagi dregur þetta upp þá mynd af okkar nánustu vina- og samstarfsþjóðum að þær séu óvinir, fari með fláttskap á hendur okkur, ásælist land okkar. Í þriðja lagi hafa Íslendingar verið fullfærir um að svolgra miklu meira eldvatn - í eiginlegri og óeiginlegri merkingu - en þeim er hollt án atbeina annarra þjóða. Og einu glerperlurnar sem sést hafa í viðskiptum íslenskra aðila og Evrópuþjóða eru þær sem sparifjáreigendur þessara þjóða sitja uppi með eftir að hafa verið svo „auðtrúa" að bera traust til þessarar þjóðar: Icesave. Með tali sínu um „glerperlur og eldvatn" dregur Ögmundur upp mynd af Íslendingum sem friðsælli náttúruþjóð sem hér búi í harmóníu við náttúruna og sé grandalaus gagnvart gýligjöfum árásaraðilans. Ekki þarf að líta lengi í kringum sig til sjá hversu fráleit þessi mynd er. Hitt er athyglisvert að þessi sjálfskipaði vinstri maður skuli aldrei minnast á lífskjör almennings í umræðu um Evrópumál, nema með varnaðarorðum um glerperlur og eldvatn - enda vinstri stefnu löngum verið ruglað hér á landi saman við ítrustu þjóðernishyggju. Verði ekkert úr aðild Íslands að ESB er óvíst um stöðu landsins innan evrópska Efnahagssvæðisins, sem Ögmundur er að vísu andvígur, eins og raunar líka aðild Íslands að EFTA. Núverandi gjaldeyrishöft eru skýlaus brot á reglum EES um leið og þau eru forsenda þess að hér fari ekki allt á hvolf á ný. Umræðan um ESB á líka að snúast um lífskjör: til dæmis hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir lífskjör landsmanna ef Ísland hættir í EFTA með tilheyrandi uppnámi á viðskiptum okkar við Evrópulönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifaði grein í Morgunblaðið síðastliðinn föstudag. Hún heitir „Virkið í norðri" eftir frægu riti Gunnars M. Magnúss um hernám Íslands. ESB er samkvæmt þessari grein útþenslusinnað heimsveldi sem hyggst leggja undir sig Ísland. Ögmundur talar um að „herskáir Evrópusinnar líti hýru auga til Festung Island" og þarf ekki að hafa mörg orð um hugrenningatengslin sem slíkri orðanotkun er ætlað að vekja - eins og orðinu „lífsrými" sem skýtur líka upp kollinum. Ögmundur varar við gýligjöfum: „…ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Undir lok greinarinnar talar alþingismaðurinn um að við eigum að standa upprétt en ekki að vera „auðtrúa lítilmagni"; og svo fáum við hinn óhjákvæmilega varíant við frasann um barðan þræl og feitan þjón: „Þegar knékrjúpandi maður rís á fætur, hættir hann að vera lítill."Hernumdar þjóðir Danir, Frakkar, Austurríkismenn, Maltverjar, Ítalir, Búlgarir, Finnar, Englendingar, Írar, Belgar, Kýpverjar, Tékkar, Eistar, Þjóðverjar, Grikkir, Ungverjar, Lúxemborgarar, Spánverjar, Svíar… þetta eru hernumdar þjóðir. Þetta eru auðtrúa lítilmagnar. Þetta eru knékrjúpandi menn. Danir kunna að virðast ligeglad með sitt smörrebröð og et par bajere, en það er bara plat því þetta er buguð þjóð undir járnhæl Evrópusambandsins. Frakkar kunna að virðast montnir með allt sitt savoir-faire og haute couture og sil-vous-plait - en Ögmundur veit betur: þetta eru knékrjúpandi menn. Írarnir geta svo sem gaulað endalaust þessa sjálfstæðissöngva sína en í þeirra brjósti á frelsið ekki heima: Feitir þjónar. Og Svíarnir líta kannski út fyrir að vera voða pottþéttir og jättebra en velferðin hjá þeim er bara glerperlur og eldvatn sem þeir hafa fengið: þeir eru nefnilega auðtrúa lítilmagnar. „Festung Island"… „Lífsrými"… Orðbragð Ögmundar Jónassonar spilar á sömu kenndir og merkið sem ég sá á heimasíðu skoðanasystkina hans í samtökum sem kalla sig „Rauðan vettvang": þar er búið að taka burt stjörnurnar úr merki ESB og setja hakakrossa í staðinn. Ætli sé ekki leitun að þjóð sem hefur sýnt Íslendingum jafn mikla skilmálalausa vinsemd og Þjóðverjar. Dylgjur af þessu tagi frá einum helsta áhrifamanni íslenskra stjórnmála eru sérlega óviðkunnanlegar og hreinlega asnalegar.Eia eldvatn! Eia glerperlur! Ögmundur Jónasson líkir í grein sinni aðildarviðræðum ESB og Íslendinga við það þegar þjóðarmorð var framið á frumbyggjum Norður Ameríku og þeir ginntir í samningum til að láta land sitt af hendi fyrir glerperlur og eldvatn, eins og hann orðar það. Í fyrsta lagi gera svona samlíkingar lítið úr hryllilegum atburðum sem við eigum að fjalla um af virðingu fyrir raunverulegum fórnarlömbum raunverulegs hernaðar. Í öðru lagi dregur þetta upp þá mynd af okkar nánustu vina- og samstarfsþjóðum að þær séu óvinir, fari með fláttskap á hendur okkur, ásælist land okkar. Í þriðja lagi hafa Íslendingar verið fullfærir um að svolgra miklu meira eldvatn - í eiginlegri og óeiginlegri merkingu - en þeim er hollt án atbeina annarra þjóða. Og einu glerperlurnar sem sést hafa í viðskiptum íslenskra aðila og Evrópuþjóða eru þær sem sparifjáreigendur þessara þjóða sitja uppi með eftir að hafa verið svo „auðtrúa" að bera traust til þessarar þjóðar: Icesave. Með tali sínu um „glerperlur og eldvatn" dregur Ögmundur upp mynd af Íslendingum sem friðsælli náttúruþjóð sem hér búi í harmóníu við náttúruna og sé grandalaus gagnvart gýligjöfum árásaraðilans. Ekki þarf að líta lengi í kringum sig til sjá hversu fráleit þessi mynd er. Hitt er athyglisvert að þessi sjálfskipaði vinstri maður skuli aldrei minnast á lífskjör almennings í umræðu um Evrópumál, nema með varnaðarorðum um glerperlur og eldvatn - enda vinstri stefnu löngum verið ruglað hér á landi saman við ítrustu þjóðernishyggju. Verði ekkert úr aðild Íslands að ESB er óvíst um stöðu landsins innan evrópska Efnahagssvæðisins, sem Ögmundur er að vísu andvígur, eins og raunar líka aðild Íslands að EFTA. Núverandi gjaldeyrishöft eru skýlaus brot á reglum EES um leið og þau eru forsenda þess að hér fari ekki allt á hvolf á ný. Umræðan um ESB á líka að snúast um lífskjör: til dæmis hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir lífskjör landsmanna ef Ísland hættir í EFTA með tilheyrandi uppnámi á viðskiptum okkar við Evrópulönd.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun