Stenst ekki skoðun 22. október 2010 06:00 Í greinargerð Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem lögð var fram á fundi þann 12. október síðastliðinn segir m.a.: ,,Því er beint til stofnana borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráð að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- eða lífsskoðunarfélaga." Undirrituð undrast þetta orðaval sem og annað stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Sannarlega er menntun forstöðumanna eða starfsmanna trúar- eða lífsskoðunarfélaga misjafnlega háttað. En ljóst má vera hvaða menntun prestar Þjóðkirkjunnar, prestar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Óháða safnaðarins og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði búa yfir. Allir þessir aðilar hafa lokið a.m.k. fimm ára háskólanámi í guðfræði, auk þess sem margir hafa lokið viðbótarmenntun. Þeir eru allir fagaðilar m.a. á sviði áfallastuðnings, fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem og eftirfylgd þeirra sem verða fyrir áföllum. Margir hafa sérmenntað sig á sviðum er lúta að sálgæslu, fjölskylduráðgjöf, handleiðslu og áfallastuðningi, svo fátt eitt sé nefnt. Símenntun er mikilvægur hluti starfa prestsins og einmitt hluti af starfsskyldum. Til símenntunar er hvatt sérstaklega af fagfélaginu m.a. fyrir tilstilli Vísindasjóðs Prestafélags Íslands sem og yfirstjórnar kirkjunnar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á faghandleiðslu undanfarinn áratug og hafa prestar ávallt átt greiðan aðgang að faghandleiðslu innan Þjóðkirkjunnar. Einn hluti margbreytilegra starfa prestsins er þjónusta sem veitt er á forsendum þess sem þjónað er. Fjölmenning er veruleiki skólasamfélagsins og því er augljóst að þjónusta presta svo sem vegna áfalla er veitt í skólum á forsendum nemenda og skóla. Sem embættismenn sinna prestar Þjóðkirkjunnar þjónustu við skóla vegna áfalla án endurgjalds og er sú þjónusta hluti af þeim embættisskyldum að veita þjónustu óháð trúfélagaaðild. Hið sama á við um presta Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Fríkirkjunnar í Reykjavík og Óháða safnaðarins, þ.e. þeir sinna þjónustu v. áfalla t.d. við skóla án endurgjalds. Oft er einföld skýring á því hvers vegna prestur er kallaður til vegna áfalla fremur en annar fagaðili. Tökum dæmi úr þessari viku. Nemandi grunnskóla missir nákominn ættingja skyndilega, skólinn kallar til fagaðila sem er prestur til þess að ræða við bekk nemandans um áföll og stuðning. Hlutverk prestsins er að veita fræðslu og stuðning en alls ekki að sinna boðun. Sá stuðningur nær oftar en ekki einnig til kennara og foreldra. Sá prestur sem kallaður er til er sá hinn sami og kallaður var út að kvöldlagi af lögreglu til að sinna fjölskyldunni, sá sami og sér síðar um kistulagningu, útför og eftirfylgd viðkomandi fjölskyldu. Hann er því mikilvægur tengiliður skóla, nemenda, foreldra, lögreglu, heilbrigðisstétta og fjölskyldu. Mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara aðila þegar áföll verða. Samvinna sem gefið hefur góða raun. Af þessu leiðir að yfirlýsing Mannréttindaráðs Reykjavíkur stenst ekki skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í greinargerð Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem lögð var fram á fundi þann 12. október síðastliðinn segir m.a.: ,,Því er beint til stofnana borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráð að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- eða lífsskoðunarfélaga." Undirrituð undrast þetta orðaval sem og annað stjórnarfólk í Prestafélagi Íslands. Sannarlega er menntun forstöðumanna eða starfsmanna trúar- eða lífsskoðunarfélaga misjafnlega háttað. En ljóst má vera hvaða menntun prestar Þjóðkirkjunnar, prestar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Óháða safnaðarins og Fríkirkjunnar í Hafnarfirði búa yfir. Allir þessir aðilar hafa lokið a.m.k. fimm ára háskólanámi í guðfræði, auk þess sem margir hafa lokið viðbótarmenntun. Þeir eru allir fagaðilar m.a. á sviði áfallastuðnings, fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem og eftirfylgd þeirra sem verða fyrir áföllum. Margir hafa sérmenntað sig á sviðum er lúta að sálgæslu, fjölskylduráðgjöf, handleiðslu og áfallastuðningi, svo fátt eitt sé nefnt. Símenntun er mikilvægur hluti starfa prestsins og einmitt hluti af starfsskyldum. Til símenntunar er hvatt sérstaklega af fagfélaginu m.a. fyrir tilstilli Vísindasjóðs Prestafélags Íslands sem og yfirstjórnar kirkjunnar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á faghandleiðslu undanfarinn áratug og hafa prestar ávallt átt greiðan aðgang að faghandleiðslu innan Þjóðkirkjunnar. Einn hluti margbreytilegra starfa prestsins er þjónusta sem veitt er á forsendum þess sem þjónað er. Fjölmenning er veruleiki skólasamfélagsins og því er augljóst að þjónusta presta svo sem vegna áfalla er veitt í skólum á forsendum nemenda og skóla. Sem embættismenn sinna prestar Þjóðkirkjunnar þjónustu við skóla vegna áfalla án endurgjalds og er sú þjónusta hluti af þeim embættisskyldum að veita þjónustu óháð trúfélagaaðild. Hið sama á við um presta Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Fríkirkjunnar í Reykjavík og Óháða safnaðarins, þ.e. þeir sinna þjónustu v. áfalla t.d. við skóla án endurgjalds. Oft er einföld skýring á því hvers vegna prestur er kallaður til vegna áfalla fremur en annar fagaðili. Tökum dæmi úr þessari viku. Nemandi grunnskóla missir nákominn ættingja skyndilega, skólinn kallar til fagaðila sem er prestur til þess að ræða við bekk nemandans um áföll og stuðning. Hlutverk prestsins er að veita fræðslu og stuðning en alls ekki að sinna boðun. Sá stuðningur nær oftar en ekki einnig til kennara og foreldra. Sá prestur sem kallaður er til er sá hinn sami og kallaður var út að kvöldlagi af lögreglu til að sinna fjölskyldunni, sá sami og sér síðar um kistulagningu, útför og eftirfylgd viðkomandi fjölskyldu. Hann er því mikilvægur tengiliður skóla, nemenda, foreldra, lögreglu, heilbrigðisstétta og fjölskyldu. Mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara aðila þegar áföll verða. Samvinna sem gefið hefur góða raun. Af þessu leiðir að yfirlýsing Mannréttindaráðs Reykjavíkur stenst ekki skoðun.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun