Vefsíðan fótbolti.net bauð upp á skemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í dag þar sem að leikmenn 21 árs landsliðsins reyndu sig í því að hitta slána frá miðju. Það voru þó ekki sóknarmenn liðsins sem slógu í gegn í þessum leik heldur bakvörðurinn Andrés Már Jóhannsson og markmaðurinn Arnar Darri Pétursson.
Strákarnir hafa augljóslega mikinn húmor fyrir sjálfum sér og það kitlar vissulega hláturtaugarnar að sjá hvernig margir þeirra kynna sig til leiks áður en þeir reyna við skotið frá miðju.
Það má sjá myndbandið með því að smella hér en það fer ekki á milli mála að það góð stemmning í íslenska hópnum sem mætir Skotum á Laugardalsvellinum í kvlöd í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í úrslitakeppni EM.
Andrés Már og Arnar Darri hittu slána frá miðju - myndband
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn


Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti
