Bestu viðskipti ársins: Icesave-samningarnir 29. desember 2010 06:00 Nýr Icesave-samningur var kynntur í Iðnó í byrjun desember. Auk Guðrúnar Þorleifsdóttur, stjórnarformanns Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, eru á myndinni fulltrúar íslensku samninganefndarinnar, þeir Einar Gunnarsson, Jóhannes Karl Sveinsson, Lee C. Buchheit og Guðmundur Árnason.Markaðurinn/Valli Dómnefnd Markaðarins tilnefndi fimmtán viðskipti sem þau bestu á árinu. Tilnefningarnar voru allt frá viðsnúningi í afkomu, markaðssetningu, kosningasigrum í borgarstjórnarkosningum til umfangsmikilla samninga sem ekki sér fyrir endann á enn. Það voru einmitt stærstu og þýðingarmestu samningarnir sem voru dómnefnd Markaðarins ofarlega í huga og flestir nefndu oftast. Sambærileg tilhögun var á vali á bestu viðskiptum ársins og við val á þeim einstaklingi sem þótti skara fram úr í viðskiptalífinu á árinu. Ekki var þó val um tvö eða fleiri viðskipti sem raðað var eftir vægi. 1. sæti: nýtt Icesave-samkomulagsamningurinn innsiglaður Már Guðmundsson seðlabankastjóri innsiglaði kaup á Avens-skuldabréfapakkanum í Lúxemborg í maí. Við undirritun skiptist hann á gjöfum við kollega sinn, Yves Mersch, bankastjóra Evrópska seðlabankans í Lúxemborg. mynd/Seðlabanki ÍslandsNýtt samkomulag í Icesave-deilunni flokkast til viðskipta ársins, að mati dómnefndar Markaðarins. Samkomulagið felur í sér að þeir fjármunir sem fást úr þrotabúi gamla Landsbankans muni ganga upp í greiðslur á láni frá Bretum og Hollendingum sem veitt var til að greiða þeim sem átt höfðu innstæður á Icesave-reikningum Landsbankans í löndunum tveimur. Niðurgreiddar upphæðir safna ekki vöxtum fram í tímann.Miðað við forsendur samkomulagsins sem Icesave-samninganefndin kynnti í byrjun desember bera lánin frá Hollendingum 3,3 prósenta vexti en Bretum 3,0 prósenta vexti. Endurgreiðslur eiga að hefjast eftir áramót og stefnt á að þeim verði lokið í síðasta lagi árið 2046. Ýmsir fyrirvarar eru við samninginn, svo sem þeir að þak er á árlegar greiðslur ríkisins eftir 2016 og miðast þær við fimm prósent af tekjum ríkisins á fyrra ári. Nemi eftirstöðvar höfuðstóls lánsins innan við 45 milljörðum króna árið 2016 greiðist þær innan tólf mánaða. Áætlað er að kostnaður ríkisins vegna þessa muni nema 47 milljörðum króna.Til samanburðar báru lánin 5,5 prósenta vexti í þeim samningum sem felldir voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars. Samkvæmt þeim áttu endurgreiðslur að hefjast árið 2016 og ljúka sex árum síðar með möguleika á framlengingu til 2030. Áætlaður kostnaður ríkisins nam 162 milljörðum króna.Dómnefndin virtist sammála um að ákvörðun þjóðarinnar að hafna samningunum sem kosið var um í mars hafi sparað þjóðarbúinu gríðarlegar fjárhæðir. 2. sæti: kaup á Avens-skuldabréfunumSeðlabanki Íslands samdi í maí um kaup á Avens-skuldabréfapakkanum svokallaða sem var í eigu Seðlabankans í Lúxemborg. Pakkinn var samansafn íslenskra íbúðabréfa og innstæða sem gamli Landsbankinn hafði tekið saman til að verða sér úti um lausafé þegar lánsfjármarkaðir voru að lokast.Skuldabréfapakkinn kostaði Seðlabankann 120 milljarða króna. Um afar mikilvæg kaup var að ræða enda jafngilti Avens-pakkinn fjórðungi af öllum krónueignum erlendra aðila, sem festar voru inni með handafli með innleiðingu gjaldeyrishafta fyrir rétt rúmum tveimur árum og koma áttu í veg fyrir að erlendir fjárfestar færu með fé sitt úr landi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Fréttablaðið kaupsamninginn marka mikilvægasta áfanga fyrir Seðlabankann enda um að ræða fyrsta sambandið við erlendan seðlabanka eftir efnahagshrunið. Þá reiknaði hann með að gengi krónunnar myndi styrkjast hraðar í kjölfarið. Það gekk eftir samdægurs; gengið styrktist um 1,7 prósent og endaði í 217 stigum. Gengisvísitalan hefur nú rambað sitthvoru megin við 207 stigin um nokkurt skeið.Hvað sem því líður hafa kaupin dregið úr áhættu vegna erlendra krónueigna hér auk þess sem þau bættu stöðu ríkissjóðs umtalsvert. Icesave Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Dómnefnd Markaðarins tilnefndi fimmtán viðskipti sem þau bestu á árinu. Tilnefningarnar voru allt frá viðsnúningi í afkomu, markaðssetningu, kosningasigrum í borgarstjórnarkosningum til umfangsmikilla samninga sem ekki sér fyrir endann á enn. Það voru einmitt stærstu og þýðingarmestu samningarnir sem voru dómnefnd Markaðarins ofarlega í huga og flestir nefndu oftast. Sambærileg tilhögun var á vali á bestu viðskiptum ársins og við val á þeim einstaklingi sem þótti skara fram úr í viðskiptalífinu á árinu. Ekki var þó val um tvö eða fleiri viðskipti sem raðað var eftir vægi. 1. sæti: nýtt Icesave-samkomulagsamningurinn innsiglaður Már Guðmundsson seðlabankastjóri innsiglaði kaup á Avens-skuldabréfapakkanum í Lúxemborg í maí. Við undirritun skiptist hann á gjöfum við kollega sinn, Yves Mersch, bankastjóra Evrópska seðlabankans í Lúxemborg. mynd/Seðlabanki ÍslandsNýtt samkomulag í Icesave-deilunni flokkast til viðskipta ársins, að mati dómnefndar Markaðarins. Samkomulagið felur í sér að þeir fjármunir sem fást úr þrotabúi gamla Landsbankans muni ganga upp í greiðslur á láni frá Bretum og Hollendingum sem veitt var til að greiða þeim sem átt höfðu innstæður á Icesave-reikningum Landsbankans í löndunum tveimur. Niðurgreiddar upphæðir safna ekki vöxtum fram í tímann.Miðað við forsendur samkomulagsins sem Icesave-samninganefndin kynnti í byrjun desember bera lánin frá Hollendingum 3,3 prósenta vexti en Bretum 3,0 prósenta vexti. Endurgreiðslur eiga að hefjast eftir áramót og stefnt á að þeim verði lokið í síðasta lagi árið 2046. Ýmsir fyrirvarar eru við samninginn, svo sem þeir að þak er á árlegar greiðslur ríkisins eftir 2016 og miðast þær við fimm prósent af tekjum ríkisins á fyrra ári. Nemi eftirstöðvar höfuðstóls lánsins innan við 45 milljörðum króna árið 2016 greiðist þær innan tólf mánaða. Áætlað er að kostnaður ríkisins vegna þessa muni nema 47 milljörðum króna.Til samanburðar báru lánin 5,5 prósenta vexti í þeim samningum sem felldir voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars. Samkvæmt þeim áttu endurgreiðslur að hefjast árið 2016 og ljúka sex árum síðar með möguleika á framlengingu til 2030. Áætlaður kostnaður ríkisins nam 162 milljörðum króna.Dómnefndin virtist sammála um að ákvörðun þjóðarinnar að hafna samningunum sem kosið var um í mars hafi sparað þjóðarbúinu gríðarlegar fjárhæðir. 2. sæti: kaup á Avens-skuldabréfunumSeðlabanki Íslands samdi í maí um kaup á Avens-skuldabréfapakkanum svokallaða sem var í eigu Seðlabankans í Lúxemborg. Pakkinn var samansafn íslenskra íbúðabréfa og innstæða sem gamli Landsbankinn hafði tekið saman til að verða sér úti um lausafé þegar lánsfjármarkaðir voru að lokast.Skuldabréfapakkinn kostaði Seðlabankann 120 milljarða króna. Um afar mikilvæg kaup var að ræða enda jafngilti Avens-pakkinn fjórðungi af öllum krónueignum erlendra aðila, sem festar voru inni með handafli með innleiðingu gjaldeyrishafta fyrir rétt rúmum tveimur árum og koma áttu í veg fyrir að erlendir fjárfestar færu með fé sitt úr landi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Fréttablaðið kaupsamninginn marka mikilvægasta áfanga fyrir Seðlabankann enda um að ræða fyrsta sambandið við erlendan seðlabanka eftir efnahagshrunið. Þá reiknaði hann með að gengi krónunnar myndi styrkjast hraðar í kjölfarið. Það gekk eftir samdægurs; gengið styrktist um 1,7 prósent og endaði í 217 stigum. Gengisvísitalan hefur nú rambað sitthvoru megin við 207 stigin um nokkurt skeið.Hvað sem því líður hafa kaupin dregið úr áhættu vegna erlendra krónueigna hér auk þess sem þau bættu stöðu ríkissjóðs umtalsvert.
Icesave Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira