Þorsteinn Siglaugsson :Hvað kosta lopapeysurnar? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 13. apríl 2010 06:00 Undanfarið hafa ýmsir, þ.á.m. Fréttablaðið og hagdeild ASÍ, haft uppi stór orð um kostnað þjóðarinnar af því að ekki hafi verið gengið strax að kröfum viðsemjenda í Icesave-deilunni og af því að ríkið hafi ekki lagt stórfé úr vasa skattgreiðenda í ýmiss konar „atvinnuskapandi framkvæmdir". Útreikningarnir snúast um mismun á landsframleiðslu til mislangrar framtíðar með eða án þeirra greiðslna eða framkvæmda sem talsmennirnir vilja að gangi fram. Mismunurinn er síðan metinn sem tap þjóðarinnar. Það sem reiknimeistararnir gleyma er að grundvallarmunur er á umsvifum og arði. Dragist velta fyrirtækis saman um 10% leiðir það vitanlega ekki af sér tap upp á 10%. Enn fráleitara er að gera ráð fyrir að samdrátturinn leiði af sér 10% tap árlega um alla framtíð líkt og sumir hafa haldið fram: Sé landsframleiðsla keyrð upp með handafli eitt árið verður hún minni sem því munar árið eftir. Landsframleiðsla mælir ekki arðsemi heldur einungis umsvif í hagkerfinu. Því er rangt að telja breytingar á landsframleiðslu til hagnaðar eða taps. Stundum eru umsvif mikil en arðsemi engin. Þá mælist aukning í landsframleiðslu, en hún er innistæðulaus vegna þess að fjárfestingarnar sem byggt er á eru óarðbærar. Þetta á gjarna við um verkefni sem grundvallast á að misnota fé skattgreiðenda að þeim forspurðum líkt og þau sem hagdeild ASÍ og Fréttablaðinu virðist nú mest umhugað um að koma á koppinn. En stundum breytist líka landsframleiðsla vegna breyttra lífshátta. Þegar húsmæður hætta t.d. að elda mat og prjóna eykst landsframleiðsla vegna þess að peningaleg viðskipti í hagkerfinu aukast. Þegar prjónaskapur og heimamatseld eykst hins vegar, eins og gerðist eftir hrun, dregur það úr landsframleiðslu. Kannski Fréttablaðið og ASÍ geri okkur grein fyrir stórfelldum kostnaði þjóðarinnar af öllum óprjónuðum lopapeysum og ósoðnu slátri framtíðarinnar? Mergur málsins er að landsframleiðsla er mælikvarði á umsvif í hagkerfinu og þróun þeirra og breytingar á henni geta átt sér ýmsar orsakir. Því fer fjarri að beint samhengi sé milli landsframleiðslu og arðsemi í hagkerfinu. Þess vegna er fráleitt að nota breytingar á landsframleiðslu sem mælikvarða á kostnað eða ávinning af pólitískum ákvörðunum. Slíkt gerir enginn alvöru fræðimaður og enginn fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ýmsir, þ.á.m. Fréttablaðið og hagdeild ASÍ, haft uppi stór orð um kostnað þjóðarinnar af því að ekki hafi verið gengið strax að kröfum viðsemjenda í Icesave-deilunni og af því að ríkið hafi ekki lagt stórfé úr vasa skattgreiðenda í ýmiss konar „atvinnuskapandi framkvæmdir". Útreikningarnir snúast um mismun á landsframleiðslu til mislangrar framtíðar með eða án þeirra greiðslna eða framkvæmda sem talsmennirnir vilja að gangi fram. Mismunurinn er síðan metinn sem tap þjóðarinnar. Það sem reiknimeistararnir gleyma er að grundvallarmunur er á umsvifum og arði. Dragist velta fyrirtækis saman um 10% leiðir það vitanlega ekki af sér tap upp á 10%. Enn fráleitara er að gera ráð fyrir að samdrátturinn leiði af sér 10% tap árlega um alla framtíð líkt og sumir hafa haldið fram: Sé landsframleiðsla keyrð upp með handafli eitt árið verður hún minni sem því munar árið eftir. Landsframleiðsla mælir ekki arðsemi heldur einungis umsvif í hagkerfinu. Því er rangt að telja breytingar á landsframleiðslu til hagnaðar eða taps. Stundum eru umsvif mikil en arðsemi engin. Þá mælist aukning í landsframleiðslu, en hún er innistæðulaus vegna þess að fjárfestingarnar sem byggt er á eru óarðbærar. Þetta á gjarna við um verkefni sem grundvallast á að misnota fé skattgreiðenda að þeim forspurðum líkt og þau sem hagdeild ASÍ og Fréttablaðinu virðist nú mest umhugað um að koma á koppinn. En stundum breytist líka landsframleiðsla vegna breyttra lífshátta. Þegar húsmæður hætta t.d. að elda mat og prjóna eykst landsframleiðsla vegna þess að peningaleg viðskipti í hagkerfinu aukast. Þegar prjónaskapur og heimamatseld eykst hins vegar, eins og gerðist eftir hrun, dregur það úr landsframleiðslu. Kannski Fréttablaðið og ASÍ geri okkur grein fyrir stórfelldum kostnaði þjóðarinnar af öllum óprjónuðum lopapeysum og ósoðnu slátri framtíðarinnar? Mergur málsins er að landsframleiðsla er mælikvarði á umsvif í hagkerfinu og þróun þeirra og breytingar á henni geta átt sér ýmsar orsakir. Því fer fjarri að beint samhengi sé milli landsframleiðslu og arðsemi í hagkerfinu. Þess vegna er fráleitt að nota breytingar á landsframleiðslu sem mælikvarða á kostnað eða ávinning af pólitískum ákvörðunum. Slíkt gerir enginn alvöru fræðimaður og enginn fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun