Þorsteinn Siglaugsson :Hvað kosta lopapeysurnar? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 13. apríl 2010 06:00 Undanfarið hafa ýmsir, þ.á.m. Fréttablaðið og hagdeild ASÍ, haft uppi stór orð um kostnað þjóðarinnar af því að ekki hafi verið gengið strax að kröfum viðsemjenda í Icesave-deilunni og af því að ríkið hafi ekki lagt stórfé úr vasa skattgreiðenda í ýmiss konar „atvinnuskapandi framkvæmdir". Útreikningarnir snúast um mismun á landsframleiðslu til mislangrar framtíðar með eða án þeirra greiðslna eða framkvæmda sem talsmennirnir vilja að gangi fram. Mismunurinn er síðan metinn sem tap þjóðarinnar. Það sem reiknimeistararnir gleyma er að grundvallarmunur er á umsvifum og arði. Dragist velta fyrirtækis saman um 10% leiðir það vitanlega ekki af sér tap upp á 10%. Enn fráleitara er að gera ráð fyrir að samdrátturinn leiði af sér 10% tap árlega um alla framtíð líkt og sumir hafa haldið fram: Sé landsframleiðsla keyrð upp með handafli eitt árið verður hún minni sem því munar árið eftir. Landsframleiðsla mælir ekki arðsemi heldur einungis umsvif í hagkerfinu. Því er rangt að telja breytingar á landsframleiðslu til hagnaðar eða taps. Stundum eru umsvif mikil en arðsemi engin. Þá mælist aukning í landsframleiðslu, en hún er innistæðulaus vegna þess að fjárfestingarnar sem byggt er á eru óarðbærar. Þetta á gjarna við um verkefni sem grundvallast á að misnota fé skattgreiðenda að þeim forspurðum líkt og þau sem hagdeild ASÍ og Fréttablaðinu virðist nú mest umhugað um að koma á koppinn. En stundum breytist líka landsframleiðsla vegna breyttra lífshátta. Þegar húsmæður hætta t.d. að elda mat og prjóna eykst landsframleiðsla vegna þess að peningaleg viðskipti í hagkerfinu aukast. Þegar prjónaskapur og heimamatseld eykst hins vegar, eins og gerðist eftir hrun, dregur það úr landsframleiðslu. Kannski Fréttablaðið og ASÍ geri okkur grein fyrir stórfelldum kostnaði þjóðarinnar af öllum óprjónuðum lopapeysum og ósoðnu slátri framtíðarinnar? Mergur málsins er að landsframleiðsla er mælikvarði á umsvif í hagkerfinu og þróun þeirra og breytingar á henni geta átt sér ýmsar orsakir. Því fer fjarri að beint samhengi sé milli landsframleiðslu og arðsemi í hagkerfinu. Þess vegna er fráleitt að nota breytingar á landsframleiðslu sem mælikvarða á kostnað eða ávinning af pólitískum ákvörðunum. Slíkt gerir enginn alvöru fræðimaður og enginn fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ýmsir, þ.á.m. Fréttablaðið og hagdeild ASÍ, haft uppi stór orð um kostnað þjóðarinnar af því að ekki hafi verið gengið strax að kröfum viðsemjenda í Icesave-deilunni og af því að ríkið hafi ekki lagt stórfé úr vasa skattgreiðenda í ýmiss konar „atvinnuskapandi framkvæmdir". Útreikningarnir snúast um mismun á landsframleiðslu til mislangrar framtíðar með eða án þeirra greiðslna eða framkvæmda sem talsmennirnir vilja að gangi fram. Mismunurinn er síðan metinn sem tap þjóðarinnar. Það sem reiknimeistararnir gleyma er að grundvallarmunur er á umsvifum og arði. Dragist velta fyrirtækis saman um 10% leiðir það vitanlega ekki af sér tap upp á 10%. Enn fráleitara er að gera ráð fyrir að samdrátturinn leiði af sér 10% tap árlega um alla framtíð líkt og sumir hafa haldið fram: Sé landsframleiðsla keyrð upp með handafli eitt árið verður hún minni sem því munar árið eftir. Landsframleiðsla mælir ekki arðsemi heldur einungis umsvif í hagkerfinu. Því er rangt að telja breytingar á landsframleiðslu til hagnaðar eða taps. Stundum eru umsvif mikil en arðsemi engin. Þá mælist aukning í landsframleiðslu, en hún er innistæðulaus vegna þess að fjárfestingarnar sem byggt er á eru óarðbærar. Þetta á gjarna við um verkefni sem grundvallast á að misnota fé skattgreiðenda að þeim forspurðum líkt og þau sem hagdeild ASÍ og Fréttablaðinu virðist nú mest umhugað um að koma á koppinn. En stundum breytist líka landsframleiðsla vegna breyttra lífshátta. Þegar húsmæður hætta t.d. að elda mat og prjóna eykst landsframleiðsla vegna þess að peningaleg viðskipti í hagkerfinu aukast. Þegar prjónaskapur og heimamatseld eykst hins vegar, eins og gerðist eftir hrun, dregur það úr landsframleiðslu. Kannski Fréttablaðið og ASÍ geri okkur grein fyrir stórfelldum kostnaði þjóðarinnar af öllum óprjónuðum lopapeysum og ósoðnu slátri framtíðarinnar? Mergur málsins er að landsframleiðsla er mælikvarði á umsvif í hagkerfinu og þróun þeirra og breytingar á henni geta átt sér ýmsar orsakir. Því fer fjarri að beint samhengi sé milli landsframleiðslu og arðsemi í hagkerfinu. Þess vegna er fráleitt að nota breytingar á landsframleiðslu sem mælikvarða á kostnað eða ávinning af pólitískum ákvörðunum. Slíkt gerir enginn alvöru fræðimaður og enginn fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun