Tvö flóð í Markarfljóti í nótt 16. apríl 2010 07:03 MYND/Stefán Karlsson Flóð hljóp í Markarfljót upp úr klukkan tvö í nótt og aftur klukkustund síðar, en þau voru bæði minni en flóðið, sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Annað þeirra virðist þó hafa verið litlu minna en kvöldflóðið. Þegar þess flóðs varð vart, voru margir bæir rýmdir í skyndingu í Fljótshlíðinni og í Landeyjum, en þegar leið á kvöldið fékk fólk að snúa aftur heim, nema til þeirra bæja, sem voru mannlausir í fyrrinótt. Vatn flæddi yfir varnargarð við Þórólfsfell í flóðinu í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á túnum eða mannvirkjum. Öskufalls varð vart alveg austur á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi, en vindur á að snúast til norðurs þannig að þá fer askan að falla í Landeyjum og jafnvel í Vestmannaeyjum. Greining á ösku frá gosinu hefur leitt í ljós að flúorinnihald hennar er hættulegt búpeningi þegar öskulag er orðið meira en einn sentímetri. Vatnshæð er mikil í Markarfljóti, samkvæmt mæli á gömlu brúnni, en að sögn jarðvísindamanna getur það að hluta stafað af miklum framburði, þannig að botninn í fljótinu hafi hækkað. Gosórói er enn mikill í Eyjafjallajökli en skjálftavirkni lítil, eins og verið hefur. Ekki er vitað til þess að hraun sé farið að renna út úr gígnum, og telja vísindamenn það ólíklegt, enn sem komið er. Síðdegis í gær var útlit fyrir að hægt yrði að lagfæra veginn við Markarfljótsbrú þannig að hægt yrði að hleypa nauðsynlegri umferð þar um upp úr hádegi í dag, en ekki liggur fyrir hvort svo verður, í ljósi flóðsins í gærkvöldi. Ef það verður ekki hægt blasir við að bændur austan fljótsins verða að fara að hella niður mjólk, þar sem allir geymar á búunum eru að fyllast og því brýnt að mjólkurbílar tappi af þeim. Fylgst var með framvindu mála úr eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fram undir klukan tíu í gærkvöldi og björgunarþyrla er til taks við Hótel Rangá. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Flóð hljóp í Markarfljót upp úr klukkan tvö í nótt og aftur klukkustund síðar, en þau voru bæði minni en flóðið, sem varð um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Annað þeirra virðist þó hafa verið litlu minna en kvöldflóðið. Þegar þess flóðs varð vart, voru margir bæir rýmdir í skyndingu í Fljótshlíðinni og í Landeyjum, en þegar leið á kvöldið fékk fólk að snúa aftur heim, nema til þeirra bæja, sem voru mannlausir í fyrrinótt. Vatn flæddi yfir varnargarð við Þórólfsfell í flóðinu í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á túnum eða mannvirkjum. Öskufalls varð vart alveg austur á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi, en vindur á að snúast til norðurs þannig að þá fer askan að falla í Landeyjum og jafnvel í Vestmannaeyjum. Greining á ösku frá gosinu hefur leitt í ljós að flúorinnihald hennar er hættulegt búpeningi þegar öskulag er orðið meira en einn sentímetri. Vatnshæð er mikil í Markarfljóti, samkvæmt mæli á gömlu brúnni, en að sögn jarðvísindamanna getur það að hluta stafað af miklum framburði, þannig að botninn í fljótinu hafi hækkað. Gosórói er enn mikill í Eyjafjallajökli en skjálftavirkni lítil, eins og verið hefur. Ekki er vitað til þess að hraun sé farið að renna út úr gígnum, og telja vísindamenn það ólíklegt, enn sem komið er. Síðdegis í gær var útlit fyrir að hægt yrði að lagfæra veginn við Markarfljótsbrú þannig að hægt yrði að hleypa nauðsynlegri umferð þar um upp úr hádegi í dag, en ekki liggur fyrir hvort svo verður, í ljósi flóðsins í gærkvöldi. Ef það verður ekki hægt blasir við að bændur austan fljótsins verða að fara að hella niður mjólk, þar sem allir geymar á búunum eru að fyllast og því brýnt að mjólkurbílar tappi af þeim. Fylgst var með framvindu mála úr eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fram undir klukan tíu í gærkvöldi og björgunarþyrla er til taks við Hótel Rangá.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira