Eik Bank braut lög um fjármálastarfsemi í Danmörku 28. september 2010 12:32 Stærsti netbanki Danmerkur, Eik Bank sem er dótturbanki hins færeyska Eik Banki, braut lög um starfsemi fjármálafyrirtækja í landinu. Rannsókn á vegum danska fjármálaráðuneytisins leiðir þetta í ljós. Í skýrslu fjármálaeftirlitsins um rannsóknina segir að að Eik Bank hafi brotið gegn 71. grein laganna um fjármálafyrirtæki. Þetta er ein af grundvallarreglum laganna og kveður einfaldlega á um að fjármálafyrirtækjum beri að hafa stjórn á rekstri sínum. Business.dk fjallar um málið en þar kemur fram að fjármálaeftirlitið hafi fundið brotalamir í 19 af 30 stærstu lánasamningum Eik Bank, brotalamir sem sýna að fjárhagsgrundvöllur þessara lána er svo ótraustur að það verði að afskrifa þau. Eik Bank sjálfur telur að þetta eigi aðeins við um 6 af fyrrgreindum lánasamningum. Fjármálaeftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að áhættustýring bankans hafi verið fyrir neðan allar hellur, skjöl og gögn hafi skort yfir veð og viðskiptaáætlanir hafi skort svo dæmi séu tekin. Gengi hlutabréfa í Eik Banki heldur áfram að hrapa í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Hafa bréfin lækkað um 23% í dag til viðbótar miklu hrapi í gærdag. Fyrir viku síðan var gengið 70 dkr. á hlut en í dag stendur það í tæpum 30 dkr. á hlut. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stærsti netbanki Danmerkur, Eik Bank sem er dótturbanki hins færeyska Eik Banki, braut lög um starfsemi fjármálafyrirtækja í landinu. Rannsókn á vegum danska fjármálaráðuneytisins leiðir þetta í ljós. Í skýrslu fjármálaeftirlitsins um rannsóknina segir að að Eik Bank hafi brotið gegn 71. grein laganna um fjármálafyrirtæki. Þetta er ein af grundvallarreglum laganna og kveður einfaldlega á um að fjármálafyrirtækjum beri að hafa stjórn á rekstri sínum. Business.dk fjallar um málið en þar kemur fram að fjármálaeftirlitið hafi fundið brotalamir í 19 af 30 stærstu lánasamningum Eik Bank, brotalamir sem sýna að fjárhagsgrundvöllur þessara lána er svo ótraustur að það verði að afskrifa þau. Eik Bank sjálfur telur að þetta eigi aðeins við um 6 af fyrrgreindum lánasamningum. Fjármálaeftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að áhættustýring bankans hafi verið fyrir neðan allar hellur, skjöl og gögn hafi skort yfir veð og viðskiptaáætlanir hafi skort svo dæmi séu tekin. Gengi hlutabréfa í Eik Banki heldur áfram að hrapa í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Hafa bréfin lækkað um 23% í dag til viðbótar miklu hrapi í gærdag. Fyrir viku síðan var gengið 70 dkr. á hlut en í dag stendur það í tæpum 30 dkr. á hlut.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent